Ritmennt - 01.01.1996, Page 154
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
RITMENNT
kenndi hinn mikli íslenslci bókagerðarmaður, Hafsteinn Guð-
mundsson, honum margs konar snilldir. - Svona heldur sam-
starfið áfram enn í dag.
Myndin á titilblaðinu er eftir færeyska myndlistarmanninn
Bárð Jákupsson.
I þakldæti fyrir samvinnuna öll þessi ár er það von mín að
þetta samstarf á milli Færeyja og íslands sem á sér svo langa sögu
haldi áfram þrátt fyrir lcreppu og rok.
Til hamingju með daginn!
Finnbogi Guðmundsson
Bætt um betur
I grein, er ég nefndi Tvö gömul erfiljóð Stephans G. Steph-
anssonar og birti í Arbók Landsbókasafns 1989, skauzt mér yfir
atriði, er ég vildi gjarnan ltoma á framfæri.
Erfiljóðin voru um unga frænltu Stephans, Sigríði Jónsdóttur
frá Eyjardalsá, er lézt á lcið vestur um haf 1880. Hafði Stephan,
er flutzt hafði vestur 1873, ort tvö ljóð um Sigríði, er hann frétti
lát hennar, og sent frændfólki sínu á Mýri í Bárðardal, en úr fór-
um niðja þess bárust ljóðin svo nýlega Landsbóltasafni.
Þegar Stephan dró saman efni í Andvöltur sínar, fyrstu þrjú
bindin, fór svo um mörg hinna eldri ltvæða hans, að hann ýmist
sleppti þeim alveg eða breytti þeirn að meira eða minna leyti.
Hann sleppti t.a.m. fyrra ltvæðinu um Sigríði, er var átta erindi,
en úr hinu síðara, tíu erinda ltvæði, nýtti hann tvö erindi og dró
mjög saman í hinu síðara efni ltvæðisins.
Ég birti hér nú aftur þetta stytta og gullfallega erfiljóð um Sig-
ríði og rifja upp, að lílti hennar var söltltt í sjó, svo sem alvana-
legt var um þá vesturfara, er dóu á leiðinni yfir hafið.
Nú ertu sofnuð,
Sigríður ltæra!
sofnuð sætlega
svefni værum,
148