Ritmennt - 01.01.1996, Síða 156
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
RITMENNT
í endurslcoðuðu gerðinni verða erindin svona:
Léðar mér eru
til ljóðasmíða
valtar og stopular stundir.
Ryltfallin harpa,
ryðgaðir strengir
nú verða leilcnir lítt.
Undrastu ekki,
að mér verða
stuttorð ljóð og stirfin.
Hljóma þó innst
í hugardjúpi
fegri lög og lengri.
Yið sjáum, að breytingarnar eru ekki miklar, sú helzt, að
Stephan ávarpar ekki lengur frænku sína og slítur þannig þessi
erindi frá erfiljóðinu.
I lok greinar minnar vélt ég að stopulu stundunum, taldi, að
þær hefðu e.t.v. rifjazt upp fyrir skáldinu, þegar það orti eftirfar-
andi orð:
Það koma stundum þær stundir,
stopular, því er svo farið,
þegar eitt augnablik opnast
útsýni, launlcofi, smuga.
Örlögin blasa við augljós
eldingum leiftrandi huga.
Sigurður Nordal vitnar til þessara orða í formála fyrir úrvali
sínu úr ljóðum Stephans í umfjöllun sinni um lcvæðið Grímur
frá Hrafnistu, og hélt ég því, að þau væru úr því kvæði án þess
að kanna það nánara, en við lestur Andvakna fyrir noklcru kom
ég niður á umrædd orð í allt öðru lcvæði, er nefnist Sættin, í
næstseinasta erindi þess. En Sigurður vitnar einmitt til þessara
orða í Andvökum II, 285, án þess að nefna kvæðið, sem þau eru
tekin úr.
Þessum leiðréttingum og viðbótum við Árbólcargrein mína frá
1989 vildi ég nú leyfa mér að korna á framfæri og þakka ritstjóra
fyrir birtingu þcirra.
150