Ritmennt - 01.01.1996, Side 157
RITMENNT
ÞJÓÐARÁTAK STÚDENTA 1994-1995
Þjóðarátak stúdenta
1994-1995
Um mitt ár 1994 hleypti Stúdentaráð Háskóla íslands af stokk-
unum „Þjóðarátaki til eflingar nýju þjóðbókasafni," undir kjör-
orðinu „Fyllum bókhlöðuna". Til söfnunarinnar var stofnað
með skírskotun til fimmtíu ára afmælis lýðveldis á íslandi og þó
sérstaklega opnunar nýs bókasafns, Landsbókasafns íslands -
Háskólabókasafns, í Þjóðarbókhlöðu á fullveldisdaginn 1. des-
ember 1994.
Ráðinn var sérstakur framkvæmdastjóri átaksins, Skúli
Helgason, stjórnmálafræðingur og fjölmiðlamaður.
Til að gefa söfnuninni trúverðugt yfirbragð var stofnað til sér-
stakrar hátíðarnefndar þjóðarátaksins sem sendi frá sér svohljóð-
andi ávarp:
Stúdentar vió Háskóla íslands hafa ákveðið að efna til sérstaks átaks
til að efla bókakost hins nýja þjóðbókasafns, Landsbókasafns íslands -
Háskólabókasafns, sem opnað verður í Þjóðarbókhlöðu 1. desember
næstkomandi. Það hefur stórkostlega þýðingu fyrir þjóðina og eflingu
vísinda og menningar á Islandi að höfuðbókasafn þjóðarinnar sé sem
best búið að öllu leyti. Mikilvægustu auðlindir Islendinga í samfélagi
þjóðanna eru menntun og þekking. Stúdentar heita á þjóðina, einstakl-
inga, fyrirtæki og félög, sem og vini Háskólans heirna og erlendis, að
láta eitthvert fé af hendi rakna í sjóð, sem varið verði til kaupa á ritum
fyrir safnið. Við undirrituð styðjum heilshugar átak stúdenta og stofn-
un þjóðbókasjóðs. Sá sjóður mun bera ómetanlegan ávöxt.
Undir ávarpið ritaði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
sem sérstakur verndari söfnunarátalcsins og átján aðrir einstakl-
ingar, fulltrúar Háslcóla Islands, atvinnulífs og þjóðlífs.
Stúdentar hófu söfnunina með sölu barmmerkis, einkum
meðal stúdenta og starfsmanna Háskólans. Fulltrúar Stúdenta-
ráðs tilkynntu stjórnendum bókasafnsins 10. október að þá þeg-
ar hefðu safnast með þessum hætti 700 þúsund krónur sem lagð-
ar yrðu í „Þjóðbókasjóð" sem stofnframlag.
Gefið var út sérstakt myndskreytt hlað sem borið var inn á
hvert heimili í landinu. Þar var tilgangi söfnunarinnar og tilhög-
un lýst, m.a. sagt frá því að stofnað hafi verið til skafmiðahapp-
151