Ritmennt - 01.01.1996, Page 158
ÞJÓÐARÁTAK STÚDENTA 1994-1995
RITMENNT
Forsvarsmenn þjóðarátaks
stúdenta á hátíðarsamkom-
unni 1. desember 1994.
Framkvæmdastjóri átaksins,
Skúli Helgason, er í ræðu-
stóli.
Ljósm. Giímur Bjarnason.
drættis, Skólaþrennu, í samvinnu við Háskóla íslands, og sér-
stakir aukavinningar yrðu dregnir út í þættinum „Á tali" í Sjón-
varpinu, en ágóði rynni í þjóðbókasjóðinn. Megináhersla var
annars lögð á fjársöfnun meðal fyrirtækja og stofnana og þeim
bent sérstaklega á þann vallcost að „taka tímarit í fóstur" eins og
það var kallað, með öðrum orðum að kosta áskriftir tímarita um
ákveðið árabil. Fyrirtækin gátu ákveðið sjálf hvaða tímarit þau
styrktu ef þau óskuðu þess. Ella létu þau bókasafnið sjá um val
ritanna.
Á hátíðarsamkomunni 1. desember 1994, þegar bókasafnið
var opnað til notkunar, gerði framkvæmdastjóri söfnunarinnar,
Skúli Helgason, grein fyrir árangri hennar fram að þeim tíma og
sagði þá m.a. „Markmið olclcar var annars vegar að vekja athygli
á mikilvægi fullkomins bókasafns fyrir menntun og menningu
þjóðarinnar og hins vegar að safna fé til kaupa á nýjurn vísinda-
ritum. Ástæðan var ekki sú að við værum haldin söfnunaráráttu
heldur að úrval nýjustu upplýsinga á öllum fræðasviðum er lít-
illi þjóð nauðsynlegt ef hún vill halda reisn sem menningarsam-
félag og leggja traustan grunn að eigin framtíð." Söfnuninni lauk
hins vegar eklci formlega fyrr en ári síðar, á ársafmæli safnsins 1.
desember 1995. Þá var við sérstaka athöfn í safninu afhjúpaður
152