Ritmennt - 01.01.1996, Page 159
RITMENNT
FINNLAND Á EVRÓPUKORTI í 500 ÁR
vandaður veggskjöldur sem arkitektar byggingarinnar höfðu
hannað. Textinn á veggskildinum hljóðar svo:
Þjóðarátak stúdenta
1994-1995
Eftirfarandi lögðu fram hálfa milljón
króna eða meira til styrktar ritakaupum.
Þeim eru færðar þakkir ásamt öllum
öðrum sem styrktu söfnunarátakið.
Á skjöldinn eru síðan letruð nöfn 25 fyrirtækja og stofnana sem
náðu fyrrgreindum mörkum, en alls voru formlegir styrktaraðil-
ar rúmlega 50. Þar á meðal voru samtök tengd vinnumarkaðin-
um, sendiráð erlendra ríkja, vináttufélög Islands erlendis og Is-
lendingafélög. Um var að ræða peningagjafir, bælcur, hljómdiska,
geisladiska og myndbönd, en meirihlutinn var í formi fyrirheita
um greiðslu tímaritsáskrifta svo sem fyrr er getið. Aðstandend-
ur þjóðarátaksins mátu árangur söfnunarinnar svo að hún hefði
skilað jafnvirði allt að þrjátíu milljóna króna.
Safnanir til menningarmála eiga sér ekki jafnríka hefð á Is-
landi og víða erlendis, svo sem í Bandaríkjunum. Þeim mun
markverðari er sá árangur sem náðist með söfnun stúdentanna
og athygli vakti hversu vel og kunnáttusamlega var staðið að
framkvæmd hennar.
Einar Sigurðsson
Finnland á Evrópukorti
í 500 ár
Sýning í Þjóðarbókhlöðu 26. 9. - 26. 10. 1995
Þegar forseti Finnlands, Martti Ahtisaari, kom í opinbera heim-
sókn til íslands á síðasta ári sótti hann Landsbókasafn Islands -
Háskólabókasafn heim og opnaði þar finnska kortasýningu.
Sýningin kom tilbúin frá Finnlandi, en hún hafði upphaflega
verið sett upp sem farandsýning árið 1992. Skipuleggjandi sýn-
ingarinnar er Erkki Fredrikson, safnvörður við Safn Mið-Finn-
153