Ritmennt - 01.01.1996, Side 160
FINNLAND Á EVRÓPUKORTI í 500 ÁR
RITMENNT
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Forseti Finnlands, Martti
Ahtisaari.
lands í Jyváskylá (Keski - Suomen Museo), og fylgdi hann sýn-
ingunni eftir hingað til lands. Hann hefur tekið sarnan rækilega
sýningarskrá þar sem hverju hinna 52ja l<orta á sýningunni er
lýst og var hún gefin út hér í íslenslcri þýðingu.1 Þar segir m.a.
svo í inngangi:
Þessi sýning veitir yfirlit yfir elstu gerðir korta af Finnlandi, frá kort-
um Ptolemaios á 15. öld og þar til vísindaleg kortagerð hefst í upphafi
17. aldar. Heiti sýningarinnar var valið með hliðsjón af því að örnefnið
Finnland birtist á Evrópukorti Hartmanns Schedel 1493. Finnland birt-
ist um þær mundir óþekkjanlegt að lögun með örfáurn örnefnum á ysta
jaðri Norðurlanda. Upplýsingum um austustu héruð Svíaríkis fór svo
fjölgandi á mörgurn kortaútgáfum á 16. öld. Gagnrýnin vitneskja vann
stöðugt á og ýtti til hliðar dularfullum, þjóðsagnakenndum þjóðum,
sem getið er í fornum fræðum.
Yngsta kortið á sýningunni er af stórhertogadæminu Finnlandi,
MAGNUS DUCATVS FINLANDIAE, sem Johann Bleau gaf út í
Amsterdam 1662, sem gert er að fyrirmynd sænska kortagerðarmanns-
ins Andreas Buræus. Hann beitti vísindalegunr aðferðum við kortagerð,
og endurspeglar þetta kort þær öru breytingar sem orðið höfðu á ásýnd
Finnlands á landakortum á hálfri annarri öld.
Leitast er við að sýna, hvernig vitneskja um Finnland hefur borist
til evrópskra lærdómsmanna með útgefnum landakortum, og hvernig
setja má kortin í sögulegt samhengi.
Hið finnska nafn Finnlands, Suomi, kemur hvergi fyrir á kortunum
á þessari sýningu.
Ljósmyndir kortanna á sýningarstöndunum eru alla jafna stækkan-
ir á einstökum hlutum Finnlandskorta eða Norðurlandakorta. Mæli-
kvarði þeirra er því annar en á frumgerðunum.
Frumgerðir flestra landakortanna á sýningunni eru í Fred-
ril<son-l<ortasafninu í Jyváskylá, einkasafni sem Eero Fredrikson,
faðir Erkkis Fredrikson, hefur dregið saman á langri ævi og á síð-
ari árum þeir feðgar báðir.2
Sýningin var opnuð með sérstakri athöfn í safninu fimmtu-
daginn 26. september kl. 17, að viðstöddum forseta íslands og
fjölda annarra gesta. Við upphaf samkomunnar var flutt finnsk
kirkjutónlist frá miðöldum, Piae Cantiones. Flytjendur voru
1 Finnland á Evrópukorti í 500 ár. Sýning í Þjóðarbókhlöðu 26.9. - 6.10.1995.
íslensk þýðing: Njörður P. Njarðvík. [Rv.], Safn Mið-Finnlands, Fredrikson-
kortasafnið, Finnska sendiráðið, [1995]. 32 bls.
2 Sjá um þetta Erkki Fredrikson: Finland Defined. A nation takes shape on
the map. Jyváskylá/Helsinki, Gummerus, 1994. 125 bls.
154