Ritmennt - 01.01.1996, Page 161
RITMENNT
FINNLAND A EVROPUKORTI I 500 AR
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Bernharður Wilkinson (flauta) og Steef van Oosterhout (slag-
verk). Landsbókavörður flutti að því búnu ávarp, en síðan opnaði
Finnlandsforseti sýninguna með ræðu. Hann sagði m.a.:
Bæði Finnland og Island hafa átt virta fræðimenn á sviði lcortasögu,
dugmikla menn, sem hafa verið óþreytandi að safna kortum og heimild-
um á ferðum sínum um heim allan. Og fyrstu kortagerðarmennina má
skoða sem raunverulega landkönnuði. Á fornum kortum má sjá, á hve
lifandi hátt er lýst lífsháttum og menningu, sem gefa þeim ómetanlegt
sagnfræðilegt gildi. Með því að grandskoða þessi kort fá menn einnig
hugboð um sögulega þróun þjóðfélaga okkar.
Bæði Finnland og ísland liggja fjarri því sem af hefð er talið Mið-Evr-
ópa. Á fyrri hluta miðalda slcipti þessar þjóðir miklu, að vitneskja um
þær yrði almenn og þær hlytu þannig viðurkenningu sem sérstakar
þjóðir. Með fyrstu kortunum fengu evrópskir menntamenn undirstöðu-
vitneskju um tilveru og lífshætti norrænna þjóða. Með aukinni þjóðfé-
lagsþróun varð einnig til eigin kortagerð, sem leitaðist við að lýsa sem
best og nákvæmlegast eigin stöðu og lífsskilyrðum. Með gömul kort að
leiðarljósi þróaðist þannig smám saman innlend kortagerð og landmæl-
Frá vinstri: Martti Ahtisaari
forseti Finnlands, Erkki
Fredrikson safnvörður, Einar
Sigurðsson landshókavörður,
frú Ecva Ahtisaari, Vigdís
Finnbogadóttir forseti fslands,
Jóhannes Nordal formaður
stjórnar Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns og
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra.
155