Vera - 01.11.1995, Side 2

Vera - 01.11.1995, Side 2
NBQI^ | kvcn naba ráttan skilar sér! Á þessu ári minnast íslenskar konur þess aö tuttugu ár eru liðin frá því þær vöktu heimsathygli meö því aö leggja niður vinnu einn dag, þann 24. október 1975, en þannig sýndu þær fram á mikilvægi þeirrar vinnu sem þær lögðu fram í þágu sam- félagsins. Þessi dagur varð til að efla samstöðu kvenna og nú skilar sú kvennabar- átta sem staðið hefur sleitulaust síðan konum hverjum sigrinum af öðrum. Konur hafa verið valdartil að gegna æðstu embættum þjóðarinnart.d forseta íslands, Al- þingis og hæstaréttar auk þess sem þær hafa rutt sér til rúms á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Það er ekki nema rúmt ár síðan konur fögnuðu kjöri Ingibjargar Sólrúnar í emb- ætti borgarstjórans í Reykjavík og nú hefur Alþýðubandalagið brotist úr viðjum vana og úreltra karlveldissjónarmiða og kosið Margréti Frímannsdóttur í embætti for- manns. Við konur hljótum allar að fagna kjöri hennar því við vitum að um leið og konur komast til valda verða nýjar áherslur lagðar til grundvallar við mótun samfé- lagsins sem við búum T. Nú leiða konur þrjá af þeim fjóru flokkum sem eru í stjórn- arandstöðu. Aukið samstarf þeirra þetta kjörtímaþil gæti reynst örlaga- ríkt og jafnvel skilað okkur í ríkis- stjórn á næsta kjörtímaþili. Og hvað verða þá margar konur í ríkisstjórn íslands? í grein sem Kristín A. Árnadóttir skrifar í þetta töluþlað VERU um kvennaþólitíkina segir að til þess aö raddir kvenna heyrist þurfi ákveðið hlutfall kvenna í valdastööurnar. Kristín vitnar í skýrslu sem nýlega kom út á vegum Þróunarhjálpar Sameinuöu þjóðanna um þróun mannkyns og jafnrétti kynjanna, en höfundar hennar benda á að „jafn- rétti sé nauðsynleg forsenda fram- fara í hverju þjóðfélagi. Þaö sé því stjórnvalda að setja sér afdráttar- laus pólitísk markmið og hafa frum- kvæði að markvissum aðgeröum sem tryggi lágmarksþátttöku kvenna í stefnumótun í þjóðfélaginu. Þeir telja að gera eigi kröfu til stjórnvalda um að fjöldi kvenna í æðstu trúnað- arstörfum sé ekki undir 30% en markmiðið hljóti að vera helmings hlutur kvenna." Edda Helgason framkvæmdastjóri Handsals hf. er ein af þeim konum sem á undanförnum árum hafa látið til sín taka. Hún gegnir nú stjórnunarstöðu í heimi sem áður var alfarið í höndum karlmanna, þ.e. fjármálaheiminum, en hún stofnaöi eigið verðbréfafyrirtæki fyrir nokkrum árum. Edda segir í viötali við VERU að sam- kvæmt erlendum tölum séu konur oftar en karlar frumkvöðlar í eigin rekstri. Við konur höfum unniö að því aö breyta samfélaginu og sjálfum okkur um leið og í kjölfarið hafa karlar einnig orðið að skilgreina sjálfa sig og stöðu sína upp á nýtt- hvernig menn, karlmenn, eiginmenn, feður, elskhugar, vinir og starfsmenn (svo eitthvað sé nefnt) vilja nútíma karlarnir vera? í þessu tölublaði gerir VERA karl- menn að meginviöfangsefni sínu og ræðir við nokkra þeirra um hlutverk karla í breyttum heimi. blað kvennabaráttu 5/95 -14. árg. Pósthólf 1685 121 Reykjavík Símar 552 2188 og 552 6310 Fax 552 7560 útgefandi Samtök um kvennalista forsíða bára • Grafít ritnefnd Agla Sigriður Björnsdóttir Auður Styrkársdóttir Drífa Hrönn Kristjánsdóttir Nína Helgadóttir Ragnhildur Helgadóttir Rannveig Traustadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Sólveig Jónasdóttir Vala S. Valdimarsdóttir ritstýra og ábyrgðarkona Sonja B. Jónsdóttir skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir útlit og tölvuumbrot Grafít Ijósmyndir bára o.fl. auglýsingar Áslaug Nielsen Sími: 564 1816 Fax: 564 1526 filmuvinna Offsetþjónustan hf. prentun G.Ben. • Edda prentstofa hf. plastpökkun Vinnuheimilið Bjarkarás © VERA ISSN 1021-8793 ath. Greinarí VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.