Vera - 01.11.1995, Page 4
thafnakonur
ATHAFNAKONUR
Á landakortinu þekkja allir krakkar 'ltalíu á því
aö hún er eins og stórt stígvél í laginu, bæði
með hæl og tá. Það er skondið, því frá fomu
fári hafa ttalir verið meistarar í skógerð, eins
og svo mörgu öðru. Þegar ég hugsa til Ítaiíu
heyri ég óperusöng, klið stórborga og syngj-
anda ítölskunnar. Ég finn ilm af ítölskum mat;
hvítlauk, pasta, ölífuolíu, osti, tómötum og
rauðvíni. Ég finn yl af sól og gróanda jarðar.
Fyllist lotningu yfir hinni fomu menningu Róm-
verja, fögmm byggingum og listaverkum
gömlu meistaranna.
Þessi mynd af ítaliu er ólík okkar hrjóstruga kalda
landi, og mér, sem enn hef ekki komist, finnst
óravegur þangað. En I rauninni er loftleiðin ekki
ýkja löng og þeir sem eru haldnir sterkri ævintýra-
þrá láta fjarlægðina ekki aftra sér.
Tvær íslenskar myndlistarkonur, þær Hólmfríð-
ur Sigvaldadóttir og Matthildur Leifsdóttir, eru mikl-
ir ítalir í sér, það er eins og Italía sé þeirra annað
fööurland. Ég hitti þær nýverið og fékk þær til að
segja mér sögu sína.
Leiðir þeirra lágu fyrst saman í Myndmótunar-
deild MHÍ og síöan afturí listaborginni Flórens, en
þar stunduðu þær framhaldsnám. Báöar hafa
bundist Ítalíu sterkum böndum, og heilluðust af
landi og þjóð við fyrstu kynni. Nú hafa þær flutt
ítalska menningu upp á skerið, og látiö draum
sinn rætast. Ekki er það eingöngu með listsköp-
un, en báðar hafa haldiö sýningar hér heima,
heldur hafa þær auk þess snúið sér
að sjálfri undirstöðu líkamans, fót-
unum - eöa nánar tiltekið - verslun
með ítalska skó.
Mig langaði fýrst að vita hvernig
það atvikaðist að þessar listakonur
urðu skókaupmenn?
H: „Þetta er gömul hugmynd. í Flór-
ens áttum viö okkar uppáhalds skó-
búðir og vorum sammála um aö ekki
væri nóg úrval af fallegum og vönd-
uöum skóm heima. Viö töluðum
fýrst í gamni um að gera eitthvað at-
vinnuskapandi sem væri auk þess skemmtilegt,
og hugmyndin að skóbúöinni varð til. Okkur iang-
aði líka báðar aö halda tengslunum við Ítalíu að
námi loknu, t. d. með viðskiptum. Matthildur vinn-
ur reyndar stundum með hesta hjá kærastanum
sínum á Ítalíu, og égfer þangað reglulega og sinni
myndlistinni. Við vorum auðvitað staurblankar
þegar hugmyndin kviknaði, en það var ég sem
fékk Matthildi út í þetta meö mér,“ segir Hólmfríð-
ur og þær brosa.
H: „Tvisvar á ári er haldin sölusýning á skóm í
Mílanó og haföi ég frétt af einni slíkri. Það var
kvöld eitt í september ‘93 að ég hringdi til Matt-
hildar, sem var að þjálfa arabíska hesta uppi í
sveit, og sagöi henni að nú væri að hrökkva eða
stökkva. Við tókum lest í hvelli með 6 mánaða
gamlan son minn upp á arminn og náöum inn á
sýninguna, skömmu fýrir lokun. Viö heilluðumst
upp úr skónum og keyptum og keyptum skó, en
höfðum vilyrði fyrir láni heima. Þetta gerðist allt
svo hratt að við fengum létt sjokk á eftir þegar við
áttuðum okkur á hve miklum peningum við höfð-
um eytt."
Þær brosa bara yfir þessu núna og ég sé að
þetta hlýtur að hafa verið ofsalega spennandi.
M: „Já þetta var ævintýralegt og átti greinilega að
gerast. Þaö þurfti mikið hugrekki til að leggja út í
þetta, og margir höfðu litla trú á þessu í byrjun.
Við vissum að við mættum búast við aö þurfa aö
vinna kauplaust í búðinni fýrstu þrjú árin og það
hefur komið á daginn. Viö höfum lagt allt í sölurn-
ar til þess aö þetta gæti gengið. Unnum í fiski,
seldum og keyrðum út í heilt ár, vinnum enn sem
leiðsögumenn og kokkar á fjöllum á sumrin, og
skiptumst á að vera í búöinni. Við höfum veösett
fbúðirnar okkar, fengið bankalán hjá góöum
bankastjóra, og svo eigum viö velgjörðarmann
sem trúir á það sem við erum að gera og hann
hefur veitt okkur lán. Þetta hefst ekki öðruvísi."
H: „Svo byrjuðum við Ifka smátt. i litlu húsnæði
uppi á þriðju hæö, en þaðan er nafnið komið - 38
þrep lágu upp til okkar."
V: „En nú eruð þiö nýfluttar á jarðhæð á Lauga-
vegi 76 - með þessa æðislegu skó. Þeir minna
mig nú einna helst á listaverk!"
H: „Já, það segja margir. Það eru þekktir ítalskir lista-
menn sem hanna þessa skó, og þeir em mjög vand-
aðir. Við erum með kvenskó og líka leðurtöskur.“
V: „Nú er þetta lítil verslun en mérfinnst hún hafa
sterkan karakter."
M: „Já, við viljum hafa hana þannig. Hún er stíl-
hrein og einföld. Við leggjum áherslu á aö við-
skiptin séu persónuleg og við kaupum inn fá pör
af hverri tegund. Okkur finnst gaman aö selja fal-
lega vöru og það fýlgir því ánægja að sjá konur í
fallegum og vönduðum skóm. Við höfum nú orðiö
nokkuö marga fasta viöskiptavini sem fýlgjast
meö okkur. Viö höfum fengið jákvæð viðbrögð,
fólki finnst gott að koma til okkar, og margir koma
aftur. Þetta eru kvenlegir skór, en ég lærði sjálf
fýrst að meta það að vera kvenleg á Ítalíu. Þar
kaupa konurnar ekki alklæðnað reglulega, heldur
fá þær sér nýtt belti, slæðu, gleraugu eöa skó.
Þær skipta um Ifnu og það þarf ekki aö vera mjög
dýrt. Þær kunna að njóta þess að vera konur."
V: „Já er ekki gaman að vera á Ítalíu?"
H: „Jú Ítalía er dásamleg. Fólkið þar viröist vera
hamingjusamt og það er opið. ítalir eru mjög vin-
gjarnlegir og barngóöir. Þeir eru tilfinninganæmir,
rjúka upp ef þeim mislíkar, en gleyma leiðindum f
hvelli og fallast í faöma. Jafnvel karlmenn úti á
miðri götu. En þeir eru Ifka sóöalegir, miðaö við
okkur. Vináttu- og fjölskyldubönd eru þeim mikil-
væg og þeir bera virðingu fýrir ellinni.
V: „Ég finn aö búðin ykkar ilmar sérstaklega vel.
Eru þetta skór með lykt sem hér fást?"
M: „Nei, þetta er ilmvatn sem við erum nýfarnar
aö selja. Það er Miðjaröarhafsilmur hérna á miðj-
um Laugaveginum!"
„Ekki er þaö nú amalegt," hugsa ég og spái í
aö gaman væri aö ilma svona vel. Og áður en ég
kveö þessar bjartsýnu skólistakonur máta ég
draumaskóna mína.
Viðtal: Vala S. Valdimarsdóttir
skór R. Clergerie/ Ijósmyndir: Jóhanna Ól