Vera - 01.11.1995, Side 18

Vera - 01.11.1995, Side 18
k rlar í kreppu? Ró, innri ró, er ekkert annað en argasta blekking. Viö verðum að sá fræjum efans meðal fólksins, tortryggni, uppnámi og ör- væntingu. Hvers vegna ekki? Ástin minnir nánast á innrás, yfir- heyrslu, áhlaup. í henni felst að ég þröngva andlegri líðan minni upp á aðra, þvinga þá til að upplifa þjáningu mína, þeirra eigin þjáningu til huggunar og næringar. Miguel de Unamuno. Á litla sviði Þjóðleikhússins er nú til sýning- ar leikritið „Sannur karlmaður" eftir þýska leikskáldiö Tankared Dorst (1925-), I þýð- ingu Bjarna Jónssonar. Verkið er byggt á sögu spánska rithöfundarins Miguel de Unamuno (1864-1936). Leikstjóri er María Kristjánsdóttir og leik- endur eru Rúrik Haraldsson, Hilmar Jóns- son, Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Björnsdóttir. Óskar Jónasson sá um leik- myndina sem er í senn myndræn og einföld og minnir um margt á sviö í brúðuleikhúsi. Framvinda sögunnar er eitthvað á þessa leið: Fernando (Ingvar) er ríki karimaðurinn sem ákveður að giftast fegurstu stúlkunni (Halldóru). Hann gerir gjaldþrota föður henn- ar (Rúrik) tilboð og tilkynnir stúlkunni Júlíu Ingvar E. Sigurösson og Hilmar Jónsson í hlutverkum Fernandos og Juans komið til skila. Samúð áhorfandans er meö kvenpersónunni, sem í þessu verki sem svo mörgum öðrum lætur stjórnast af tilfinning- um og er auðblekkt. Með svikum er blekk- ingarvefurinn ofinn og áhorfandinn er skilinn karlmennskunnar i það í bréfi aö henni ætli hann að kvænast. Júlía vill hann ekki í fyrstu en hrífst að lokum af styrk hans og lætur undan. Fátækur og illa kvæntur greifi (Hilmar) venur komur sín- ar á heimili þeirra hjóna og meö honum og Júlíu takast rómantískar ástir. Karlmennirnir sem takast á um ástir Júl- íu eru fulllkomnar andstæður. Greifinn er Ijóðelskur, tilfinninganæmur andans maður sem talar í vel orðuðum bókmenntafrösum - mjúkur og meðfærilegur. Fernando er aft- ur á móti karlmannlegur, ákveðinn og lokaö- ur. Hann flíkar ekki tilfinningum sínum og breiöir vandlega yfir öll veikleikamerki - ímynd sannrar karlmennsku. Persónurnar eru þannig fremur fulltrúar ákveðinna eiginleika ogtilfinninga helduren dramatískar persónur. Þær eru ýktar og að- eins ein hlið þeirra sýnileg áhorfendum - sú sem snýr fram. Með einfaldri sögu er togstreitunni milli karlmennsku og tilfinninga, ástar og valds eftir með spurningar um sekt og sakleysi, sannleika og lygi sem ekki er auðsvarað. Einfaldleikinn er allsráðandi t uppfærsl- unni og gerir hana áhrifameiri en ella. Heild- armyndin er skýr og leikarar sem jafnframt eru sögumenn skila sínu vel. Helsti veikleiki sýningarinnar er leikstjórnin og er leikurun- um oft vorkunn. Þannig er engu líkara undir lok verksins en að leikstjórinn hafi lent í tímapressu og þurft að drífa endinn af. Sólveig Jónasdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.