Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 29

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 29
GRF.TNTTF.rTA DENBY Fallegt, vandað, sterkt Söluaðilar: a i\um, xvcyK.javm VJU1 uo IV<U11> 11,UI Gjafabúðin, Akureyri Árvirkinn, Sclfossi Verslunin Scraumar, ísafirði Hjá Allý, Akranesi stöllu hennar Indiru Gandhi sem þótti mikill stjórnmálaskörungur en hélt sig alfarið við leikreglur karla. Vigdís flutti fina ræöu um mikilvægi menntunar og algildi mannréttinda en það siöarnefnda var, hefur veriö og verður eitt megin- ágreiningsefnið milli þeirra sem vilja tryggja mannréttindi ekki síst kvenna og þeirra afla sem telja réttlætanlegt í nafni menningar, siðvenja og trúarbragða að svifta fólk réttindum og að stjórna lifi kvenna frá vöggu til grafarí nafni feðraveld- is, Múhameðs eöa kaþólsku kirkjunnar. Setiö á forsetanum Næsta dag hófust ráðstefnustörf fyrir alvöru. Alla dagana voru fluttar ræöur í stórum sal þar sem fulltrúar þjóða, stofnana Sameinuðu þjóöanna og ýmissa fé- lagasamtaka ávörpuðu ráðstefnuna, greindu frá verkum sinum og fyrirætlunum til að bæta hag kvenna. Jafnframt hófu störf fjórar nefndir sem áttu aö ganga frá þeim textum sem til stóð að samþykkja, en þegar ráöstefnan hófst var sá hluti textans, sem einhverjirgátu ekki sætt sig viö, innan sviga. Aðalnefndin hafði þaö hlutverk aö ganga endanlega frá textanum eftir þvi sem hann kom frá nefndum 1 og 2 sem skiptu meö sér verkum. Fjóröa nefndin fékkst siðan við yfirlýsingu ráðstefnunnar, en það starf gekk vægast sagt erfiðlega m.a. vegna lélegrar stjórnunar og tungumálaörðugleika. Á timabili var útlit fyrir að engin yfirlýsing yröi samþykkt en að lokum tókst að leysa málið. Setiö var yfir textanum fram á kvöld og síðustu dagana fram undir rauða morgun. Stærstu ágreiningsefnin voru sett i undirhópa eða vísað til aðalnefndar og smátt og smátt féllu svigarnir. Á göngum mátti sjá skrautlegar Afrikukonur sem höfðu látiö hanna sérstakt efni í tilefni ráðstefnunnar og saumaö kjóla og höfuöföt sem settu mikinn svip á alla fundi. Fannst okkur norðankonum við væg- ast sagt fölar og litlausarvið hlið þessaraglæsilegu valkyrja. Þófannst mérfynd- iö að hávaxnar og iturvaxnar konurnar frá því stríðshrjáða landi Chad höfðu látið prenta mynd af forseta sínum á kjólefnið og sátu á honum, hvernig sem bar að túlka það. Ömurlegra var aö sjá konurnar frá sumum Arabaríkjunum sem voru vafðar svörtum kuflum frá toppi til táar. Fulltrúar Yemen vöktu hryggð margra kvenna, en ekkert sást af þeim nema augun. Þá vöktu ekki síður athygli margar þekktustu kvenfrelsiskonur heims sem þarna voru komnar til aö halda sínu liði viö efnið og til að tryggja viðunandi útkomu fyrir kvennabaráttuna. Betty Friedan og Bella Abzug Fyrir ráðstefnuna óttuöust margir að þeir ávinningar sem náðust á Kai unni 1994 um rétt kvenna til að stýra eigin barneignum o.fl. yrðu að ir vegna vaxandi andstöðu Vatikansins í Róm og múslimaríkjanna og einnig að samþykktir Vfnar- fundarins um mannréttindi yrðu vatnaðar út. Því rigsuðu um ganga gömlu kempurnar Betty Friedan og Bella Abzug (oftast í hjólastól) frá Bandarikjun- um báðar komnar yfir sjötugt, en sú síðarnefnda var heiöruö sérstaklega af Sameinuðu þjóðunum fyrir framlag hennar til kvennabaráttunnar. I ræðu sem Bella Abzug flutti við það tækifæri reyndi hún að leggja mat á kvennaráöstefnur Sameinuöu þjóð- anna. Hún sagði að ráðstefnan I Mexfkó 1975 heföi orðiö til þess að búa til alþjóðlegt net baráttu- kvenna sem hefði verið að störfum síðan. Sigríður Lillý bætti því við að farið var að safna upplýsingum um konur og stöðu þeirra fyrir Mexíkóráðstefnuna. Ráðstefnan í Kaupmannahöfn 1980 þar sem upp- lýsingar um umskurð ð stúlkum komu fyrst fram fyr- Prinsinn af Zwasilandi lét sig ekki vanta á kvennaráðstefnuna og var hann skrautleg- astur allra ræðumanna - klæddur tveimur dúkum. Annar var bundinn um mittið með klauf svo skein í bert lærið, hinn á ská yfir öxlina, en á höfði bar hann fjöður. pékingráðstefnan

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.