Vera - 01.11.1995, Síða 34

Vera - 01.11.1995, Síða 34
á netinu eftir Ragnhildi Helgadóttur konur tölvur og internetið Tölvuvæðing hefur hafið innreiö sína svo ekki verður um villst og lætur fá svið mannlegs lífs ósnert. Ekki veröur heldur um villst að heistu þátttakendur eru karlmetm. í etiendum skrífum hefur verið vakin athygli á því að töivufræði eins og hún er í dag virðist vera körtum aðgengilegri en konum. í Bandarikjunum eru konur um 25% þeirra sem hafa B.S. hasköiagráðu í töivufræö- um og af þeim sem Ijúka doktorsnámi er Mutfáll kvetma aðeins um 13%. Hlutfall kvenna sem nota Veraldarvefinn er samkvæmt nýlegri alþjóö- legri körmun aðeins 12%. Óhætt er að segja að tolvumenníngjn beri keim af kartamcnningunni. Vissirðu nð þú getur lesið Playboy n lnternetinu ríður en blnðið sjrílft kemur út? ALHUDAINTERNETÞIÓNUSTA ÍSLENSKA MENNTANETID HF BOLHOLT 6 IS-105 REYKfAVÍK (354) 568 3230 EA X (354) 588 4540 NETFANG Isinennt®ismeimt.is Er þetta spjald til marks um karlkyns tölvumenningu? Það furðulega er að það er ekki bara eitthvert fyrirtæki úti í bæ sem lætur slíkt frá sér fara heldur var það ísmennt - íslenska menntanetið h.f. - sem dreifði þessu á tölvusýningunni sem haldin var í Laugardalshöllinni fyrir skömmu. Erlendar kannanir hafa sýnt þessu athygli og leitaö skýringa. Athyglisvert er að minni áhuga stelpna en stráka á tölvum má finna alla skólagönguna. Margt kemur til og verður hér það helsta til umfjöllunar. Kennsluforrit eru nú notuö í auknum mæli viö kennslu. Þeim kennsluforritum sem eru á mark- aðnum svipar mjög til tölvuleikja og í Ijós hefur komiö aö þau henta fremur strákum en stelpum. Tölvuleikir eru oft hávaðasamir og byggja á því að skora stig, oft með því aö skjóta eitthvaö niður og á rökhugsun sem stelpur temja sér síður. Stelpur geta alveg oröiö jafn góðar og strákar í tölvuleikj- um en þeir virka oft óþægilega á þær. Þær veröa kvíðnar sérstaklega ef þær eru i þeim innan um aðra. Það sem hentar stelpum fremur eru kennsluforrit sem byggja meira á námstækni. Hönnuðir forrita viröast því aðeins hafa stráka i huga þegar þeir framleiöa bæði kennsluforrit og tölvuleiki. Eflaust er það ekki gert meðvitað en vist er aö vöntun er á efni sem hentar stelpum. Nauðsynlegt er aö tölvuframleiöendur geri sér grein fyrir þessu og miöi markhópinn meira út frá konum. Til móts viö stelpurnar Kennsluhættir í tölvum eru álika viöa um heim. Kennsla fer yfirleitt fram i tölvuverum þar sem einn nemandi er á tölvu. Kannanir sýna hins veg- ar aö stelpur kjósa fremur að vera meö öörum á tölvu og vinna þær betur þannig. Þær óttast að gera mistök sem þær taka sem gagnrýni á sig og því líður þeim illa í tölvuverinu innan um aðra. Þær vilja fá ítarlegar leiöbeiningar en þora ekki að spyrja. Strákarnir hins vegar líta á mistökin sem lærdóm ogvilja ráöa fram úr hlutunum sjálfir. Þeir óttast ekki að gera mistök og þeim líöur vel í tölvu- verinu. Til að koma til móts viö stelpurnar gætu kennarar t.d. boöiö upp á vinnuhópa eöa sam- vinnu nemenda. I sumum tilfellum eru tölvutímar frjálsir í skólum og þurfa nemendur jafnvel að slást um tölvu. Fastir tímar í tölvum henta stelp- um frekar því þær vilja ekki þurfa að slást við strákana til aö fá tölvu. í erlendri könnun kom í Ijós aö mun fleiri strákar höföu aðgang aö tölvum en stelpur. Foreldrar eru lík- legri til aö kaupa tölvur handa sonum en dætrum. Því má ætla að foreldrartaki tölvuáhuga þeirra alvar- legar og örvi áhuga þeirra frekar en stelpna. Ef börn hafa fengiö tækifæri til aö kynnast tölvum eiga þau auöveldara meö aö tileinka sér tæknina. Fleira getur skipt máli eins og t.d. umhverfið í kringum tölvurnar og framkoma kennara. Auöveld- lega er hægt aö gera tölvuherbergi lífvænlegra og hlýlegra. Til aö koma til móts viö stelpur væri heppilegt ef kennarar biöu upp á viðtalstíma eftir kennslustund. Einnig er nauðsynlegt aö þeir fáu kvenmenn sem eru í stéttinni séu sýnilegir eöa geröir sýnilegir. Fyrirmyndir geta skipt miklu. Ef stelpur hafa engar fyrirmyndir í tölvufræði er hætt viö aö þær sýni faginu minni áhuga en ella. Ljóst er aö tölvurog þekkingá þeim erfarin aö skipta gríðarlega miklu máli. Nauðsynlegt er að konur taki jafnan þátt i þessari þróun og geri tölvumenninguna líka kvenkyns. internetið Fátt er nú meira rætt meöal manna en internetiö. Umræðan tekur á sig ýmsar myndir eftir því hversu vel menn hafa kynnst netinu. Nú og svo eru þaö aðrir sem ekkert hafa um það aö segja og hafa ekki kynnst því af eigin raun. Fyrir þá veröur fjallaö í stuttu máli um internetið. Hvað er Internet? Internetiö á aö baki 25 ára þróunartímabil. Upp- hafið má rekja til seinni hluta sjöunda áratugarins þegar leyniþjónusta bandaríska varnarmálaráðu- neytisins hóf aö nettengja tölvur sínar í gegnum sérstakar gagnalínur til aö auövelda upplýsinga- flutning milli deildanna. Ástæða þess var ótti Bandaríkjastjórnar við kjarnorkuárás og hvernig ætti aö halda uppi samskiptum innan hersins ef stjórnstöövar yrðu eyöilagðar. Þetta vakti athygli almennings sem tók að mynda sitt eigiö net. Gegnum þetta net þróuöust síðan samskiptareglur varðandi upplýsingaflæði milli tölva, bæði hvað varð- ar að senda og taka á móti skilaboðum, skrám og öðrum gögnum. Er fram liðu stundir vatt þetta kerfi meira og meira upp á sig og fleiri og fleiri tölvur vom tengdar inn á netið. Þetta leiddi af sér æ marg- slungnara og flóknara netkerfi en jafnframt stór- brotnara þar sem tengingar komust á í allar áttir. Internet er því samheiti yfir ailar þær tölvur í heiminum sem eru í samskiptum sín á milli um símalínu meö aöstoð tölvumáls sem kallast Transmission Control Protal/lnternet Protal (TCP/IP). Netiö hefur enga miöstöö eöa stjórn- endur. Það er stjórnlaust gríöarlega stórt fyrirbæri sem notendur viöhalda. Nú er svo komiö aö meira en hundrað og fimmtíu lönd eru tengd Internetinu, allt frá ein- staklingum til fyrirtækja og stofnana. Notendur telja yfir fjörutíu milljónir og daglega bætast við notendur örar en nokkurt talningatæki innan Internetsins ræður við. Hlutfallslega hafa Islend-

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.