Vera - 01.11.1995, Síða 35
ingar og Ástralir flesta notendur en Bandaríkin
telja flesta notendur.
Einn stórgalli á Internetinu er skipulagsleysiö.
Þessi samskiptafrumskógur er mjög flókinn og
erfitt fyrir nýja notendur aö rata um hann og finna
þaö sem þeir leita aö. Til aö taka á þessu vanda-
máli hafa komið fram ýmis tæki og tól til aö skipu-
leggja Internetiö og gera þaö aðgengilegra fyrir al-
menning. Tvennt hefur aöallega valdið
grundvallarbreytingum, annars vegar gagnasafniö
Gopher og hins vegar World Wide Web eða Verald-
arvefurinn. Meö tilkomu Gopher fór fólk fyrst aö
nýta sér netið verulega. Þessi notkun hefur slðan
stóraukist meö tilkomu Veraldarvefsins sem
mætti kalla arftaka Gopher, þótt Gopher sé enn
til staöar. Viömót vefsins byggist á svokölluöum
heimasíöum sem geta innihaldið texta, myndir og
í raun hvaö sem er til aö vekja áhuga notandans.
Á heimasíðunum eru svo tilvísanir í allar áttir sem
menn geta valiö meö því aö smella á upplýstan
texta og þannig fengiö þaö sem textinn vtsaöi á.
Meö því aö rekja sig eftir þessum tilvísunum geta
menn ferðast um vefinn út og suöur, ýmist milli
slöna eða til að sjá þaö sem hugurinn girnist.
Helsti gallinn viö aö afla sér gagna eða ferðast
um vefinn er hversu mikill tími fer I aö blöa eftir
sambandi viö tengingar. Orsök þess er sjálfsagt
sú mikla aukning sem hefur oröiö og sú stað-
reynd aö flutningur þess byggist á símalínum og
mótöldum sem einfaldlega anna ekki því álagi
sem myndast þegar margir eru um hituna. En
hlutirnir gerast hratt I tölvuheiminum og búast má
við lausn á þessu vandamáli.
Hvernig tengist ég Internetinu?
Til að tengi'ast Internetinu þarf aö hafa: tölvu,
símalínu og mótald. Flestar Macintosh tölvur
ættu aö geta tengst en fyrir PC-tölvur er lágmarks
tölvubúnaður 386-tölvur. Vinnsluminniö I tölvun-
um þarf aö vera a.m.k. 4 megabitar. Afkastageta
mótalds þarf að vera minnst 14.400 bps til að
geta skoðaö Veraldarvefinn. Mótaldiö sendir
merki frá tölvunni eftir símallnunni og þarf þvl
bæöi aö vera tengt viö tölvuna ogí símalínuna. Til
þess aö þaö sé hægt veröur aö opna reikning eöa
gerast áskrifandi hjá þjónustuaöila sem hefur aö-
gang aö Internetinu og öölast þannig aögang eöa
tengingu. Töivukerfi heims eru tengd saman
gegnum nokkrar meginmiðstöövar og sá þjón-
ustuaðili sem útvegar aögang aö Internetinu teng-
ir viðkomandi viö sllka miöstöö. Þjónustuaðilar
sem selja aögang aö netinu útvega einnig réttan
hugbúnaö. Þjónustuaðilar á Islandi eru m.a ís-
lenska menntanetiö, Reiknistofnun Háskólans,
Nýherji og Miöheimar.
Hvað er á Internetinu?
Á Internetinu færðu aðgang aö ótakmörkuöum
fjölda upplýsinga um nánast allt sem hugurinn
girnist, s.s. gagnasöfn, bókaskrár, bækur, frétta-
þjónustu, tlmarit, fræöigreinar og margt fleira.
Margir, bæöi einstaklingar, hópar, stofnanir eða
fyrirtæki koma þar á framfæri varningi, upplýsing-
um eða hugmyndum. Til dæmis notar Green-
peace Internetiö til að koma boðskap sínum á
framfæri sem og Bill Clinton.
Söluaðilar eru einnig duglegir aö markaðs-
setja varning sinn á Internetinu og má meöal ann-
ars versla I matinn hjá Hagkaup eöa Bónus og
jafnvel panta sér pítsu.
Rafrænn póstur eða e-mail er einnig mjög vin-
sæll en með honum er auðveldlega hægt að
senda póst og fá póst milli tölva, bæöi skjöl, bréf
og bækur. Meö Internettengingu fæst einnig aö-
gangur aö „Usenet“ eða samræðuhópum og eru
þeir fjölmargir. Meðal annars má nefna:
Nýtt efni á Internetiö kemur daglega og fer algjör-
lega eftir notendum sjálfum. Eflaust finnst sum-
um margt efni fara út fyrir öll velsæmismörk en
eitt er vlst aö allir ættu aö finna eitthvað viö sitt
hæfi á Internetinu þótt I mismiklu magni sé.
Hvernig finn ég efni á Veraldarvefnum?
Eins og hér hefur komiö fram er oft erfitt aö finna
upplýsingar á Veraldarvefnum. Nýlega hafa oröið
til gagnagrunnar sem hafa gert atriðaorðaskrá um
ýmislegt sem hægt er að finna á vefnum. Engir
þeirra ná þó yfir allt þaö efni sem til er á Internet-
inu enda ómögulegt.
Yahoo er einn þessara gagnagrunna sem
þægilegt er að leita á. Þetta er efnisskrá veraldar-
vefsins og í september 1995 hafði skráin að
geyma meira en 50.000 heimaslður. Þegar leitaö
er á Yahoo er leitað eftir leitaroröum. Netfang Ya-
hoo er: http://www.yahoo.com/
Annaö gott leitartæki er World Wide Web
Worm (WWWW) netfang: http://www.es.
colorado.edu/home/mcbryan/www.html-
Á Intemetinu er einnig hægt aö fá upplýsingar um
netið sjálft og má þar nefna „A Guide to Cyperspace".
Þar er hægt að fá svör viö spumingum eins og „Hvaö er
Intemet?" og „Hvemig rata ég um veraldarvefinn?" Net-
fangiö en http://www.eit.com/web/www.guide/
Ef konur hafa ekki mikinn tlma til aö flakka um
á Internetinu eöa eru I vafa um hvar þær eigi aö
byrja veröur hér bent á nokkrar síður sem getur
verið gaman aö skoða.
Resources for Women: Þessi síöa hefur að
geyma efni og heimasíður sem kvenréttindakonur
og konur almennt gætu haft áhuga á. Þar er hægt
aö fá upplýsingar um áhugaverða samræöuhópa,
kvennaráðstefnuna I Kína, kvennasögu, brjóst-
krabbamein, heimilisofbeldi og margt margt
fleira. Netfangiö er: http://www.ibd.nrc.ca
/-mansfield/feminist/resources.html
Women’s Resources on the Intemet: Hefúr aö
geyma upplýsingar ffá, um og fýrir konur á Intemetinu,
s.s. uppeldi, kvenréttindi, kvennaráðstefnur, listir og
tónlist. Frá síðunni er hægt aö tengjast öðrum heima-
síöum. Netfangiö er: http://sunsite.unc.edu/cheryb
/women/resources.html
Guide to Useless WWW Pages: Hefur aö geyma
skemmtilegan lista yfir ónothæfar upplýsingar og
heimasíður sem finna má á Veraldarvefnum. Á slö-
unni er hægt aö sjá margt áhugavert sem gaman
getur veriö aö skoöa t.d. þegar manni leiöist heima
hjá sér. Netfangiö er: http://www.primus.com.staff.
paulp/useless.html
Höfundur er nemi í sagnfi'teði og bókasafns- og
upplýsingafi-œði. Hún hefiir tekið að sá'að annast nýjan
þátt í blaðinu san við köUum „á netinu“.
konur og veraldarvefurinn
í nýlegri alþjóðlegri könnun kom í Ijós að konur voru aðeins 12% þeirra sem nota veraldarvefinn. Það er kannski ekki aö undra því
flest það efni sem er á vefnum er þangað komið frá karlmönnum. Karlamenningin er mjög sterk á netinu t.d. er hægt að finna lista
sem nefnast álíka nöfnum og: „Babes on the Web”. Þar hafa einhverjir „snilldarmenn" safnað saman upplýsingum um konur á
netinu án þeirra vitneskju. Þessir listar eru vinsælir hjá mörgum eflaust einmana karlmönnum sem senda þessum konum netpóst
i tíma og ótlma. En vefurinn fer stækkandi og ávallt bætist viö nýtt efni og kvennaefni fer fjölgandi svo ástæöulaust er fyrir konur
að hverfa frá. Ýmislegt er þar áhugavert að finna.
á n^tinu