Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 45

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 45
vertu með til vinnings í happdrætti Veru VERA efnir nú til happdrættis meðai áskrifenda sinna og býður upp á glæsilega vinninga. Allir áskrifendur VERU verða sjálfkrafa þátttakendur í happdrættinu, nýir jafnt sem þeir sem hafa verið með okkur lengur og eru skuldlausir. Nú riður því á að láta skrá sig eða drífa sig í að borga áskriftina. Dregið verður í happdrættinu 22. desember næst komandi. 1 ■ Heigarferð fyrir tvo til Akureyrar Innifalið: Flug með Flugleiðum Reykjavík - Akureyri - Reykjavík. Gisting á Hótel KEA í tvær nætur með morgunmat. Og rúsínan í pylsuendanum: Leikhúsmiðar fyrir tvo hjá Leikfélagi Akureyrar. 2 ■ Helgardvöl á Hótel Örk í Hveragerði - tvær nætur fyrir tvo með öllu tilheyrandi. FLUGLEIDIR Hugleiðir bjóða pakkaferðir til Akureyrar og fleiri staða á landinu ásamt tveggja nátta gistingu á glæsilegum hótelum. Hinn heppni vinningshafi VERU fær slíka pakkaferð til Akureyrar þar sem hann getur notið alls þess besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Hótel KEA er hótel sem stendur á gömlum merg og er eitt þekktasta hótel landsins utan höfuð- borgarsvæðisins. Hótelið er velbúið fyrsta flokks hótel með öllum þægindum sem því fylgja og það verður þvi ekki amalegt fyrir þann sem hreppir fyrsta vinninginn að hreiðra um sig þar. Pönnusett frá ALPAN. WOK-panna frá ALPAN. Leikfélag Akureyrar sýnir nú leikritið um Drakúla greifa sem hefur fengið hárið til að rísa á mörg- um áhorfandanum. Um jólin hefjast svo sýningar á Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams og með vorinu verður frumsýndur splunkunýr gamanleikur eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason. Og nú er bara vandinn að velja! 7.-9. Karfa með tekatli og fleiru fyrir te- boðið frá Te og kaffibúðinni. 10.-14. Miðar fyrir tvo á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskölabíói. Hótel Örk er fyrsta flokks hótel í stórum, gróður- sælum garði með frábærri aðstöðu til útivistar og iþróttaiðkunar. Björt og rúmgóð herbergi með öllu sem hugurinn gimist, veitingasalir og barir skreyttir listaverkum eftir bestu listamenn þjóðar- innar og blómskrúði úr gróðurhúsum Hveragerðis. Matreiðslumennimir framreiöa gómsæta rétti. Hvemig væri nu aö láta dekra við sig eina helgi? Pönnu- og pottasettin frá Alpan á Eyrarbakka em glæsileg útlits og hafa reynst mjög vel við elda- mennskuna. Te og kaffibúöin flytur inn te frá Tumsong bú- garðinum við rætur Himalayafjalla en þar er eitt fremsta teræktarland í heimi. Það heitir Darjeeh ing og te sem selt er um heim allan undir þvi nafni er jafnan talið með því besta sem völ er á. Áskriftarsíminn er 552-2188 og þú getur greitt meö korti! Haföu samband - þú getur haft áhrif meö því aö skrifa í VERU eða benda okkur á mál sem brýnt er aö taka á!

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.