Ritmennt - 01.01.2004, Page 22

Ritmennt - 01.01.2004, Page 22
KRISTÍN BRAGADÓTTIR RITMENNT um drykkjum þótt ekki væri farið eins geyst í það og umræðan á alþingi hafði bent til. Fiske var vel lesinn um landið og hafði gert nokkuð ákveðna ferðaáætlun fyrir fram og vissi hvað hann vildi sjá og reyna. Ferð- inni var nú heitið til Akureyrar og í Norðan- fara eru heimsókn hans gerð skil 24. júlí þetta ár: Feróamenn: Hinn 22. þ.m. komu hingað til bæj- arins 2 ferðamenn frá Vesturheimi, sem heita Willard Fiske prófessor frá Cornell háskóla í Itaka New-York*, og herra Arthur M. Reeves frá Rich- mond Indiana. Ferðamenn þessir höfðu farið frá New-York 21. júní og til Liverpool á Englandi en þaöan til Húsavíkur með gufuskipinu „Camo- ens". Frá Húsavík fóru þeir norður að Ásbyrgi, síðan að Dettifossi í Jökulsá í Axarfirði og að öðr- um fossi í henni noklcru ofar, er þeir nefndu Vin- landsfoss [sá hinn sami og íslendingar vildu kalla Willarösfossj; þaðan fóru þeir að Mývatni og síð- an að Goðafossi í Skjálfandafljóti, og svo hingað. Hjeðan ætla þeir vestur að Hólum í Hjaltadal og þaðan að Hvammi í Dölum við Hvammsfjörð, svo til Geysis og Reykjavíkur, þaðan með Díönu sunnan og austan um land og til Rvíkur aptur. *) Sem á afmælis ári íslands byggingar 1874, sendi bókasöfnunum í Rv. og á Akureyri svo þús- undum skipti af góðum bókum. Allir Islendingar ættu því að fagna slíkum gesti og greiða götu hans hvar sem hann kemur, og það því fremur, sem báðir þeir eru hin mestu ljúfmenni. Profess- orinn talar og skrifar íslenzku; hann er 46 ára að aldri, en herra A.M. Reeves 22 ára; hann er prent- smiðjustjóri og prentari og gefur út blað sem heit- ir: „Daily Palladium". A Akureyri gaf Fiske sér góðan tíma. Þar hitti hann málsmetandi menn: amtmann, ritstjóra, prentsmiðjustjóra, kaupmenn og bóksala. Hann skoðaði kaupstaðinn og kom inn á noklcur heimili. Hann leit einnig inn á bólcasafnið og gladdist yfir að sjá þar ein- tölc sem hann sjálfur hafði sent 1874. Þá voru slcólamál honum ofarlega í huga, enda sannkallaóur skólamaður. Skapti Jósepsson, eigandi og ábyrgðarmaður Norðlings, lýsir honum svo í blaói sínu 11. ágúst 1879: Willard Fiske, hinn nafnfrægi vísindamaður og ástvinur vor Islendinga og bókmenta vorra, hann sem hefir stórurn auðgað bókasöfn vor með hin- um nýtustu bókum, kom hingað seint í f.m.; hef- ir enginn þvílíkur vísindamaður og jafnmikill vin vor komið síðan að Konráð Maurer heimsótti oss. Professor Fiske er á fimtugsaldri, með dökt hár, en skegg nolckuð hært, andlitið er „grískt", og hið tignarlegasta, og skýn út úr augum hans jafnt vit sem góðsemi, enda er það satt mál, að hann heillar hvern þann mann, er hann talar við, því hann er hinn elslculegasti í öllu viðmóti, og aldrei getur fróðari mann fundið í bókmentum vorum en hann, enda á hann nálægt 2000 bindi af íslenzkum bókum og um Island; kennir hann Islenzku, Norðurlandamál og þýzku við „Corn- ell háskóla" í bænum Ithalca í New-Jork fylki, 300 enskar mílur frá bænum New-Jork,- hefir hann manna mest útbreitt og frægt íslenzkar bókmentir í Ameríku. Hann steig á land á Húsa- vík og fór svo að Ásbyrgi og Dettifossi, og lengra upp með Jökulsá, þar sem annar foss er í henni ónefndur; skírði hann fossinn Vínlandsfoss; en vér hefðum heldur kosið að kenna hann við vin vorn, og kalla hann Willards-foss, og því munu allir samdóma er hafa nolckuð þekt eða séð og talað við prófessorinn. Það er og góð og gömul ís- lenzlc venja að láta heita eptir vinum sínum. í Mývatnssveit kom prófessorinn og þaðan ralc- leiðis hingað til Akureyrar, var honum hér tekið sem kærum vin, fylgt fram í Eyjafjörð, lcom hann að Hrafnagili, Munkaþverá og Laugalandi og var sem vonlegt var hvervetna sem bezt tekið. Mik- ið þótti honum til koma bókasafns Jóns bónda á Munkaþverá, og þótti bóndi hinn vitrasti. Pró- fessorinn gladdist mjög yfir kvennaskólanum á Laugalandi; en meira leggja þeir þar vestra til 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.