Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 25

Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 25
RITMENNT ÍSLANDSVINURINN DANIEL WILLARD FISKE að lífsstarfi að stuðla að menntun og auka þekkingu fólks. Gerði hann sér manna best ljóst hversu nauðsynlegt væri að herða sóknina til að gera sem flestum kleift að njóta skólagöngu. Hann hafði til dæmis mikinn áhuga á hvernig menntun kvenna væri hagað hér á landi og kynnti sér það sér- staklega. Honum var innrættur sá hugsana- háttur frá Cornell-háskólanum að konur og karlar ættu jafnan kost á skólagöngu. Corn- ell-háskólinn stóð mjög framarlega í Banda- ríkjunum í jafnræði kynjanna og vakti at- hygli víða um heim fyrir það.16 Þetta ár var milcið rætt og ritað í blöð um menntunarmöguleika stúlkna hér á landi, og kvennaskóluiu óx fiskur um hrygg. Unn- ið var að kvennaskóla í Húnavatnssýslu, og skólinn að Laugalandi í Eyjafirði var kom- inn á góðan rekspöl. Auk þess var Kvenna- skólinn í Reykjavík starfandi. Þar var hægt að stunda námið með margvíslegum hætti, allt niður í að sælcja einstaka tíma, og var þá ódýrasta einingin 10 aurar fyrir hvern kennslutíma.17 Þannig var reynt að koma til móts við efnaminni námsmeyjar. Áfram var ferðinni haldið, og urðu þeir Fiske og félagar sér úti um næturgistingu á bæjum þar sem leið þeirra lá. Fiske var kunnugt um þýðingaafrek séra Jóns Þor- lákssonar frá fyrri tíð, og óskaði hann eftir að koma við á Bægisá sem varð næsti við- komustaður þeirra. Séra Arnljótur Olafsson alþingismaður var í Reylcjavík því að þing- störfum var eltki enn lolcið.18 Fiske var engu að síður tekið með kostum og kynjum af húsfreyju, Hólmfríði Þorsteinsdóttur, og sá hann sér til mikillar gleði ýmsar bæltur þar á bæ úr bókagjöfinni góðu frá afmælisárinu 1874. Hann gekk að ómerktri gröf séra Jóns á Bægisá og upp að fossinum þar sem sagan segir að Jón lrafi oft setið við þýðingarvinnu sína á Paradise Lost. Enn var haldið áfram að fjalla um ferðir þeirra í blöðuin. Prófessorinn og Mr. Reeves fóru héðan 30. f.m. og fylgdu honum flestir þeirra er haldið höfðu þeim veizluna, til Möðruvalla,- skoðaði hann þar byggingu skólans og leizt vel á. Frá Möðruvöll- um hélt hann samdægurs að Bægisá. Þar sá hann bókasafn séra Arnljóts og þótti hið merkasta, og furðu gegna, hvað auðugt það væri af beztu bók- um og merkum handritum,- þá fór hann að skoða foss þann í Bægisá, er sagt er að Jón Þorláksson hafi ort mikið af ljóðum sínum við. Hefir herra Fiske hinar mestu mætur á Jóni, enda sendi hann og séra Arnljóti á þúsundára hátíð íslands gull- fjallaða útgáfu af Miltons Paradísarmissi, hið skrautlegasta verk að öllum frágangi. Allar við- tökur voru á Bægisá hinar ríkmannlegustu og veitt að venju með prýði. Frá Bægisá ætlaði pró- fessorinn og Mr. Reeves til Hóla og svo vestur í Dali að Hvammi, þaðan í Reykholt og á Þingvöll, þá til Reykjavíkur og síðan til Geysis og svo með Díönu norðan um land.19 Saga er sögð af því þegar Fiske á suðurleið kom til Borðeyrar og lcallaði á ensku til ungs manns sem þarna var að burðast með vatn. Sá svaraði að bragði á ensku. Fiske talaði þá til hans á þýsku og svaraði hinn á sama máli án þess að hugsa sig um. Vatnsberinn ungi reyndist vera Thor Jensen. Fiske minntist 16 Þetta er áréttað í mörgum ritum um skólann þótt Charlotte Williams Conable reyni að hrekja það á skondinn hátt í bók sinni Women at Cornell. The Myth of Equal Education. Ithaca; Cornell Univ. Press, 1977. 17 Þjóðólfur 10.6. 1879, bls. 63. 18 Willaid Fiske in Iceland. Based on the pocket notebook kept during his sojourn theie, 1879. Ed- ited by P.M. Mitchell. Ithaca,- Cornell University Library, Ithaca, 1989, bls. 28. 19 Noiðlingui 11.8. 1879, dálkur 183-84. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.