Ritmennt - 01.01.2004, Page 38
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
Hluti skákritasaíns Willard Fiske í Landsbókasafni ís-
lands - Háskólabókasafni.
Landsbókasafn.
Bókmerki Fiske.
heiðursfélaga. Hann sendi jafnframt skák-
gjafir vítt og breitt um landið.
Söfnun íslenskra rita
Fislce hreifst mjög af íslandi, Islendingum
og því ritmenningarlífi sem hér var lifað en
hrifning hans er nátengd biblíomaníu eða
bókasöfnunaráráttu hans. Hann vann að því
að koma sér upp tengslaneti vegna þessarar
söfnunar. Náin og tíð sambönd þurftu að
koma til svo hann næði að safna því sem
hann vildi og eftir heimsókn sína og allt þar
til hann lést lánaðist honum að ná saman
ótrúlega miklu af íslenskum ritum. Hann
safnaði hins vegar elcki markvisst handrit-
um og lét þau orð falla að handrit, sem alltaf
eru „unikum", eigi að vera kyrr heima hjá
sér. I margnefndu bréfasafni Fiske, sem
varðveitt er í Fislce Icelandic Collection við
Cornell-háskólann, er stór hluti bréf varð-
andi söfnun hans á íslenskum bókum. Eru
þar bréf frá íslendingum sem þalclca honum
fyrir allar þær sendingar af bókum, mynd-
um, taflborðum og taflmönnum, sem hing-
að bárust eins og rakið hefur verið.
íslenskar bækur og bækur sem snertu ís-
land keypti Fiske mest af íslendingum og af
Skandinavisk Antikvariat í Kaupmanna-
höfn. Fjöldi manna aðstoðaði hann við söfn-
unina. Hér verður tveggja þeirra sérstaklega
getið, Ólafs Davíðssonar, náttúrufræðings
og þjóðfræðasafnara, og Jóns Þorkelssonar,
síðar þjóðskjalavarðar. Markviss söfnun
hans var meðal annars þannig að hann hélt
ákveðnum aðilum inni í því sem hann vant-
aði eða hafði sérstakan áhuga á. Voru þeir
afar drjúgir við söfnun bæði hér heima og í
Kaupmannahöfn. Ólafur hafði beinlínis um
34