Ritmennt - 01.01.2004, Side 43
RITMENNT
ÍSLANDSVINURINN DANIEL WILLARD FISKE
vel samin, eins og líklegt var, og til sæmdar landi
voru og þingi. Rétt á eptir færði hið sama alls-
herjarblað langa grein um ísland, eptir .einn í
blaðstjórninni; er þar djarflega drepið á sögu vora
og samband við Dani og stjórn þeirra til forna
brugðið um misjafna meðferð á oss. Times spáir
oss fljótum og fögrum þroska og árnar oss allra
heilla. Prófessórinn segir mest frá þingi voru. Á
einum stað segir hann: „Enginn efi er á því, að
stór blessunarvegur fyrir landið hefir byrjað við
breytingu ráðgefanda þingsins í löggjafarþing.
Báðar málstofurnar eru skipaðar duglegum
mönnum, málin hafa verið rædd með sæmd og
siðprýði og afgreidd eptir því fljótt og með fullri
skipan." Hann lofar örlyndi þings og þjóðar í að
framleggja fé og telur tvíára leifarnar (50 til 100
þús. lcr.) öllum vonum meiri. Hann hrósar og
samgöngu- og atvinnuframförum vorum síðan
1874 og fer þá að telja hin helztu þingmál vor í
sumar. „Forseti efri deildar er hinn æruverði öld-
ungur og biskup íslands, dr. P. Pjetursson. Forseti
neðri deildarinnar hefir verið hinn gamli forseti
þingsins, hra Jón Sigurðsson, stjórnvitringurinn
þjóðholli, sem landið á stórum að þakka sín
fengnu landsréttindi, með því að hann hefir vak-
ið anda þjóðarinnar og síðan viturlega stýrt hon-
um [...] Maður, sem kemur snöggvast til lands-
ins, fær varla metið framfarir þær, sem nú er ver-
ið að gjöra í landinu, enda styður þar að ýmislegt
fleira en stjórnarskráin ein." Síðan telur hann
upp: hestaverzlun Skota, þilskipafjölgunina,
framfarir landbúnaðarins, einkum meðferð sauð-
fjárins, laxveiðanna o.fl.j byggingar, aðbúnaður
og heilsa vor segir hann fari síbatnandi, og að
bæir séu að myndast hér og þar (nefnir sérstalc-
lega Akranes, sem bæjarefni): „Það sem landið
helzt vantar - segir hann síðast - er, ef til vill, af-
taka láns- og skiptiverzlunarinnar, sem hinir
dönsku kaupmenn hafa komið á og alið í land-
inu, þeim til milcils ábata en landsmönnum til
stórskaða. Sama verzlunarlag viðgekkst á skot-
sku eyjunum allt til þess, er viturlegri löggjöf ný-
lega tókst að taka það af. Næst endurbót á þessu
böli, vantar íslendinga útbreiðslu hinna nýju
þjóðvega og innfærslu vagna og hjólsleða í öllum
landsins sýslum og sveitum. Eitt af aðalmeinum
Slcákborð og taflmenn sem Fiske sendi Matthíasi Egg-
ertssyni og eru nú í eigu barnabarns Matthíasar, Har-
alds Halldórssonar.
landsins er, að samgöngumeðölin, sem þar, eins
og hvervetna annarstaðar í norðurálfunni, hefði
átt að undirbúa á síðari hluta hinnar fyrri aldar
og framan af þessari, þau verður nú af nýju að
skapa."38
í Flórens tók Fislce saman gagnlegar upplýs-
ingar um ísland og birti í lítilli bók, Mímir:
Icelandic Institutions with Addresses, og
gaf út árið 1903. í Mími eru góðar ráðlegg-
Úr Fiskesafni.
Villa Landor, bústaður Fiske utan við Flórens.
38 Þjódólfur 11.12. 1879, bls. 1.
39