Ritmennt - 01.01.2004, Side 44
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
m
‘Cstjf
w\
UÍ.V*
^PC -a*
Eign Landsbókasafns.
Halldór Hermannsson. Málverk eftir Halldór Pétursson.
ingar fyrir þá sem hyggjast ferðast til Islands
og hvetur Fiske fólk til ferðarinnar. Einnig
segir Fiske nolckuð frá hringferð sinni um
landið.39 Náttúruundur og miklar andstæð-
ur landsins, sterkir litir og sumarbirtan eru
honum hugleikin. Sögulegum fróðleilc er
skotið inn á milli landslagslýsinga. Fiske
var sannarlega útvörður íslenskrar menn-
ingar. Enginn útlendingur hefur sýnt íslend-
ingum jafnmikla rausn í gjöfum né haft jafn
bjargfasta trú á framtíð landsins og hann.
Fiske mælti svo fyrir urn að Cornell-há-
skólinn erfði sérsöfnin sín og auk þess all-
mikið fé. Halldór Hermannsson, sem hafði
verið Fiske til aðstoðar með íslenska safnið,
sá til þess að það ásamt hinum þekktu Petr-
arca og Dante söfnum svo og safni Rhaeto-
rómanskra bóka voru flutt til íþöku. Hann
annaðist síðan sjálfur íslenska safnið eftir
að því var komið fyrir við Cornell-háskól-
ann. Þannig varð til stofnun til að breiða út
þekkingu á íslandi og íslenskum bókmennt-
um í Bandaríkjunum. Bækur eiga líka örlög.
Þessar bækur voru fiestar fundnar á íslandi
eða í Danmörku, sendar til Flórens, þar voru
þær flokkaðar og skráðar og að lokum send-
ar til Bandaríkjanna. íslenska safnið þar er
nú annað stærsta safn íslenskra rita utan ís-
lands næst á eftir Konungsbókhlöðu í Kaup-
mannahöfn. Nú er Patrick J. Stevens bóka-
vörður safnsins. Hinu stórmerka safni er vel
viðhaldið og árlega bætt inn í það nýút-
komnum íslenskum ritum. Er það nú mið-
stöð fyrir þá sem vilja nýta sér góðan, ís-
lenskan ritakost og í hana er sótt hvaðan-
æva að, bæði af Bandaríkjamönnum og
fræðimönnum víðar í Vesturheimi.
Heimildaskrá
Autobiography of Andrew Dickson White. New York:
Century Company; 1905.
Bogi Th. Melsteð. Willard Fiske: æfiminning. Kaup-
mannhöfn: Hið íslenzka bókmentafjelag; 1907.
Conable, Charlotte Williams. Women at Cornell. The
Myth of Equal Education. Ithaca; Cornell Univ.
Press, 1977.
Fiske, Willard: Book-Collections in Iceland. Kbh. 1903.
Fiske, Willard. Chess in Iceland and in Icelandic Liter-
ature with historical notes on other table-games.
Florence: The Florentine Typographical Society;
1905.
Fiske, Willard. I uppnámi: íslenzkt skákrit. Flórens og
Leibzig: Gefið út fyrir Taflfélag Reykjavíkur;
1901-1902.
Fiske, Willard. Mímir: Icelandic Institutions with
Addresses. Copenhagen: Martius Truesen; 1903.
39 Fiske, Willard. Mímir: lcelandic Institutions with
Addresses. Copenhagen; Martius Truesen, 1903,
bls. 53-69.
40