Ritmennt - 01.01.2004, Page 47
RITMENNT
NÆR MENN ÞVINGA EITT BARN
Hann innritaðist í Jóhannesarskólann í Hamborg, en fannst
kennslan þar einkennast af þvingun, ítroðslu og refsigleði kenn-
ara. Hann var að vísu nolclcru sáttari við kennsluna í mennta-
skólanum. Þar naut hann krafta ýmissa nafntogaðra fræði-
manna, eins og til að mynda hins vinsæla heimspekings H.S.
Reimarusar (1694-1768). Hann er nú þekktastur fyrir ritið
Wolfenbiittelsche Fragmente eines Ungenannten, en það var
gefið út að honum látnum. Þar er að finna harða gagnrýni á
kristna trú. Reimarus hélt því meðal annars fram að upprisa Jesú
hefði verið sett á svið, enda spunnust út af ritinu miklar deilur.
Faðir Basedows vildi að hann lærði til prests, og árið 1744 hóf
hann guðfræðinám í Leipzig. Þar hreifst hann mjög af boðskap
þýslta heimspekingsins Christians Wolffs (1679-1754), en með
honum vildi Wolff ltoma trú og skynsemi í eina sæng.
Einnig þar varð skólagangan skrykkjótt. Það sem Basedow
kaus að læra las hann heima. Árið 1746 hvarf hann aftur til
Hamborgar. Þremur árum síðar gerðist hann heimiliskennari hjá
aðalsmanni í Holtsetalandi, og þar lagði hann drögin að þeim
verlcum sem hann slmfaði síðar um uppeldismál. Aðalsmaður-
inn, Von Qualen leyndarráð, gaf honum frjálsar hendur um
kennslu sonar síns, og Basedow fékk tækifæri til að láta á lœnn-
ingar sínar reyna. Þær voru í stuttu máli að allt nám ætti að vera
barninu leilcur og miðast við ályktanir þær sem það gæti dregið
af umhverfinu miðað við þroskastig. Eklci nægði þó að þroslca
einungis andann. Líkamann varð að þjálfa með leikfimi og liönd-
ina til verka sem stuðlað gætu að því að barnið reyndist nýtur
Þjóðfélagsþegn. Basedow nefndi þessa nýju stefnu sína mann-
vinastefnu (philanthropinismus).
Árið 1753 lauk Basedow meistaraprófi í Kiel og fékk sama ár
með aðstoð þýska skáldsins F.G. Klopstocks (1724-1803) pró-
fessorsstöðu við Riddaraakademíuna í Sórey. Þar átti hann að
kenna siðfræði og þýslcu. Árið 1757 fékk hann leyfi til að bæta
við kennslu í guðfræði. Hann varð og snemma mikilvirkur á rit-
vellinum. Á meðal rita sem lcomu út eftir hann á árum hans í
Sórey var Praktische Philosophie fiir alle Stánde (1758). I því er
að finna vísinn að öllum síðari hugmyndum hans um umbætur
a skólakerfinu, og vakti það mikla athygli. Einn af mörgum sem
varð til að lofa verkið var þýska skáldið C.F. Gellert (1715-69).
43