Ritmennt - 01.01.2004, Page 49
RITMENNT
NÆR MENN ÞVINGA EITT BARN
mann og gelck raunar aldrei lengra en svo að hann taldi hverjum í
sjálfsvald sett að trúa á kenningar sem stríddu gegn skynseminni.
Ritin vöktu þó ákafar deilur, og Basedow var sakaður um villutrú.
Fólk var varað við ritum hans og þau jafnvel gerð upptæk. Honum
og fjölskyldu hans var meinuð kirkjusókn. Danneskjold greifa
sáriðraði að hafa mælt með því að þessi hættulegi maður yrði
fluttur til Altona í stað þess að relca hann strax. Hann lagði því til
að Basedow yrði leystur frá störfum, en samþykkti að hann fengi
að halda laununum. Þar naut Basedow sem fyrr stuðnings J.H.E.
Bernstorff greifa (1712-72) og Danneslcjold vildi forða því að Base-
dow yrði gerður að píslarvotti. Danska stjórnin féllst á þau kaup
og árið 1768 var Basedow leystur frá störfum.
Þegar Basedow sá að ekki þýddi að vinna að umbótum í sín-
um anda innan kirkjunnar, sneri hann sér af auknum kröftum að
umbótum í uppeldis- og fræðslumálum. Þótt hann héldi launun-
um, skorti hann samt fé til viðamikillar starfsemi sinnar. í fjár-
mögnunarskyni gaf hann meðal annars út rit til kynningar á
henni þar sem höfðað var til allra mannvina. Undirtektir fóru
fram úr björtustu vonum. Peningar streymdu til hans, þar á með-
al frá öllum helstu þjóðhöfðingjum álfunnar. Katrín II, keisara-
ynja í Rússlandi, lét sér ekki nægja að styrkja hann með fjárfram-
lagi, heldur bauð hún honum líka að koma til Pétursborgar og
stofna þar skóla eftir eigin höfði. Hann afþakkaði, en tók að huga
að stofnun fyrirmyndarskóla á heimaslóðum sínum.
Þjóðminjasafn.
Jon Eiríksson.
Mannvinaskólinn
Árið 1771 bauðst Basedow að stofna slíkan skóla í Dessau. Und-
irbúningur tók þrjú ár, en 27. desember opnaði hann Mannvina-
skólann (Philanthropinum) við hátíðlega athöfn. Skólanum var
ætlað að mennta verðandi kennara og sjá til þess að heldri
manna börn fengju gegn árlegu heimavistargjaldi það uppeldi og
þá fræðslu sem þurfti til að göfga þau og bæta. Fátæk börn áttu
einnig að fá þar menntun til kennslu yngri barna og þjónustu-
starfa á heimilum efnamanna. Basedow lét sig jafnframt dreyma
um að stofna stúlknaslcóla, en sá draumur rættist aldrei.
Þótt Basedow væri óþreytandi við að kynna hugmyndir sínar
í ræðum og riti bjó skólinn við mikinn fjárskort fyrstu fimm
árin. Hann var að hugsa um að lolta honum þegar honum datt
45