Ritmennt - 01.01.2004, Side 50
JÓHANNA ÞRÁINSDÓTTIR
RITMENNT
það snjallræði í hug að halda opinber próf við skólann og bjóða
til þeirra öllum helstu áhrifamönnum í þjóðfélaginu, lærðum
jafnt sem leikum. Boðinu var vel tekið. Prófin voru haldin í maí
árið 1776, og menn streymdu að. Þau voru talin sýna á ótvíræð-
an hátt verðleilca nýrra kennsluaðferða, og áheyrendur kepptust
við að lofa árangurinn. Aðsókn að skólanum jókst til muna, og
næsta ár varð að vísa mörgum fullborgandi nemendum frá.
En eftir því sem kennurum fjölgaði við skólann þeiin mun
meira tók að bera á samstarfsörðugleikum. Basedow þoldi eng-
um að skyggja á sig. Skapbrestir hans og óhefluð framkoma ollu
því jafnframt að erfitt var að lynda við hann. Ekki skal farið nán-
ar út í þá sálma hér, en á þessum og öðrum stórbrotnum brest-
um Basedows má fá greinargóða lýsingu í tveggja binda riti J.C.
Meiers (1732-1815), fohann Bernhard Basedows Leben, Charak-
ter und Schriften unparteiisch dargestellt und beurtheilt. Meier
var um tíma samstarfsmaður Basedows. Samstarfið endaði með
ósköpum.
Einnig lýsir Johann Wolfgang von Goethe afar skemmtilega í
Dichtung und Wahrheit, 14. bók, fyrirlestrarferð sem hann tókst
á hendur með Basedow sumarið 1774. Fóru þeir víða um Þýska-
land, og var ætlunin að þar ræddi Goethe um hina vinsælu skáld-
sögu sína, Leiden des jungen Werthers, en Basedow um uppeldis-
kenningar sínar. Batt Basedow jafnframt miklar vonir við að geta
safnað fé til framkvæmda í ferðinni. Þær vonir brugðust að mestu,
þar eð hann gat ekki stillt sig um að kynna í leiðinni óhefðbund-
inn skilning sinn á ýmsum kennisetningum kirkjunnar, einkum
og sér í lagi þrenningarkenningunni. Áheyrendur, sem voru að
mestu aðalsfrúr og efnakonur, sátu miður sín undir lestrinum. Það
sem Basedow kallaði sanna trú, var í þeirra augum guðlast.
Basedow lét af stjórn Mannvinaskólans árið 1778 og hvarf
endanlega frá honum tveimur árum seinna. Hann sneri sér þá al-
farið að ritstörfum, en eftir hann liggja á annað hundrað verka.
Hann lést árið 1790. Skólinn, sem hann stofnaði, starfaði fram
til ársins 1793.
Sikker Veiledning...
Um 1759 kom út í danskri þýðingu rit eftir Basedow sem kallast
á því máli Sikker Veiledning dl den bedste Borneopdragelse i
46