Ritmennt - 01.01.2004, Síða 54
JÓHANNA ÞRÁINSDÓTTIR
RITMENNT
elcki gleyma því að honum er ætlað að þroslca dómgreind barn-
anna til sjálfstæðis. Annars er hætt við að þau verði eins og vax
í höndum þeirra sem síðar talca við.
Basedow telur æskilegast að uppeldi og menntun barna á
fyrstu sjö æviárunum sé í höndum móðurinnar, svo framarlega
sem hún er sjálf þeim kostum búin sem til þarf. Að hans mati
eru konur þó að jafnaði verr fallnar til kennslu en karlar, þar sem
þeim hætti til að ofvernda börnin og gera þau að kveifum.
íslenska þýðingin
Arið 1773 var prentsmiðja stofnuð í Hrappsey. Að stofnuninni
stóðu Ólafur Ólafsson (1741-88), þekktari undir nafninu Ola-
vius, Magnús Ketilsson (1732,?—1803), sýslumaður í Dölum, og
Bogi Benediktsson, bóndi í Hrappsey (1723-1803). Olavius hafði
fengið í Kaupmannahöfn nokkra reynslu af bókagerð. Bogi lagði
fram lungann af fénu.
Reksturinn gekk illa og brátt ltom til misklíðar milli Olavius-
ar og Boga. í riti sínu Islandske Maaneds-Tidender telur Magn-
ús Ketilsson líklegustu skýringuna á mislclíðinni þá að Olavius
hafi séð fyrir að rekstur prentsmiðjunnar myndi aldrei bera sig.7
Laulc henni með því að Bogi keypti hlut Olaviusar og hvarf Ola-
vius þá aftur til Kaupmannahafnar (1774).
Talið er að Jón Þorláksson (1744-1819) hafi ráðist til prent-
smiðjunnar haustið 1773. Hann hafði þá misst hempuna í annað
sinn vegna barneigna utan hjónabands, beggja með sömu konu.
Til gamans má geta þess að hinn danslci þýðandi Basedows,
Niels Prahl, átti svipaða sögu að baki. Honum var vísað frá guð-
fræðinámi þar eð hann var í tvígang staðinn að óvígðri sambúð,
og það sína með hvorri konunni. Hann lauk því aldrei prófi, en
sá að mestu fyrir sér með ritstörfum. í eldri uppsláttarritum er
hann titlaður studiosus emeritus.
Jón Þorláksson vann sem prófarkalesari við Hrappseyjarprent-
smiðju, aulc þess sem hann sinnti þar eigin ritstörfum. Árið 1774
lcorn út á vegum hennar kver með þýðingum hans á ltvæðum eft-
ir norska slcáldið Tullin (1728-65) aulc frumortra lcvæða. Olavius
7 Islandske Maaneds-Tidender, maí 1774, bls. 82.
50