Ritmennt - 01.01.2004, Page 55
RITMENNT
NÆR MENN ÞVINGA EITT BARN
ritar formála að lcverinu, og er líklegt talið að Jón hafi þýtt lcvæð-
in að undirlagi hans. Sama ár kvæntist Jón Margréti (1751-1808)
dóttur Boga Benediktssonar og hófu þau búskap á eignarjörð
hennar, Stóra-Galtardal.
Um svipað leyti og þessar breytingar verða á högum Jóns, sit-
ur hann við þýðingu fyrrgreinds rits eftir Basedow.8 Talið er að
hann hafi lokið við hana um 1775. Sennilega ræðst tímasetning-
in af því að með þýðingunni eru bundin sendibréf til Jóns, en
hann er þá til heimilis að Stað í Grunnavíle. Jón tók við Stað vor-
ið 1773 og sagði sig frá honum vorið 1774.9
I formála að þýðingunni segist Jón hafa ráðist í verkið sam-
kvæmt tilmælum frá „einum veleðlum og háttvirðandi herra".
Því miður er hann ekki nafngreindur. Jón færist í fyrstu undan.
Honum sýnist ritið fremur eiga við um uppeldi höfðingjabarna og
því ekki hæfa íslenskum aðstæðum. Hann efast einnig um getu
sína til að þýða heimspekihugtök þau sem fyrir koma í ritinu, en
yfir þau átti íslensk tunga þá engin orð. Hinn „veleðli og háttvirð-
andi herra" heldur þó áfram að hvetja hann, og við nánari lestur
opnast augu Jóns betur fyrir kostum ritsins. Hann fer um það afar
lofsamlegum orðum og telur það eiga fullt erindi við almenning.
Aulc þýðingarvandans með heimspekihugtölcin, segist Jón
einnig hafa átt í erfiðleikum með ýmis orðatiltæki. Hann hafi
því yfirleitt kosið að reyna fremur að koma merkingunni til
sldla en að þýða eftir orðanna hljóðan.
Á titilblaði þýðingarinnar bendir Jón réttilega á að frumtexti
ritsins sé franska, en segist hafa þýtt eftir dönsku útgáfunni. Ba-
sedow hafði verið salcaður um að sýna hroka með því að nota of
sterk lýsingarorð í titlum sínum10 og í uppsláttarritum sem um
bók þessa fjalla er þeim oftast sleppt. Það sama gerir Jón, hann
fellir niður lýsingarorðin „sikker" og „bedste" þannig að í þýð-
ingu hans heitir bókin einungis Undervysun umm Barna upp-
fóstur í ollumm stiettum.
Engar beinar heimildir hafa enn fundist um ástæðu þess að
bókin fékkst ekki útgefin. Hún var samin snemma á ferli
8 JS 137 8vo. í skráningu handritsins er sagt að hún virðist vera með hendi Jóns
Þorláltssonar. Ögmundur Helgason cand. mag. handritavörður og dr. Aðalgeir
Kristjánsson sltjalavörður hafa staðfest að svo sé.
9 Heimir Pálsson í inngangi að Kvæðum Jóns Þorlálcssonar, bls. 12.
10 Meier, J.Chr. Johann Bernhard Basedows Leben ... 2. Teil, bls. 263.
Magnús Ketilsson.
51