Ritmennt - 01.01.2004, Síða 58
JÓHANNA J'RÁINSDÓTTIR
RITMENNT
dóma".16 Því væri óráð að bíða með kennslu í þeim efnum. Ætla
má að þessi kenning þeirra félaga, Basedows og Rousseaus, hafi
heldur ekki hrifið presta á íslandi, en barnafræðsla var að mestu
í þeirra höndum langt fram á nítjándu öld. Athyglivert er að á
þriðja tug nítjándu aldar birtist hún svo í sltrifum Baldvins Ein-
arssonar um skólamál, en þar telur hann meðal annars að guð-
fræðikennslan í Bessastaðaskóla hæfi ekki þroska yngstu nem-
endanna.17 Enda er ekki að furða þótt mannvinastefna Basedows
og fylgismanna hans setji svip á skrif Baldvins um íslensk skóla-
mál, þar eð hún átti miklu fylgi að fagna í Danmörku allt frá síð-
ari hluta átjándu aldar og fram á þá nítjándu. Reyndar var
einmitt tekist á um hana í nefndinni sem vann að undirbúningi
dönsku skólatilskipunarinnar 1814. Þar varð þó að draga margt í
land vegna andstöðu kirkjunnar manna, bænda og ótta yfirstétt-
arinnar við að almúginn upplýstist umfram það sem stöðu hans
hæfði.18
Hvort fyrrgreind kenning varð til þess að Jón fékk þýðingu sína
ekki útgefna er ekki vitað. Ætla má að hið andlega frelsi sem Ba-
sedow boðaði börnum til handa og ímugustur hans á aga og refs-
ingum hafi heldur ekki átt upp á pallborðið hér á landi á þessurn
tíma. Ef marka má bréf, sem Arnljótur Ólafsson, þá prestur á Bæg-
isá, skrifar L.R Schroder (1836-1908), skólastjóra lýðháskólans í
Askov, 28. 9. 1885 virðist sem uppeldis- og kennsluhættir í anda
Basedows eigi sér enn, rúmri öld síðar, lítinn hljómgrunn á meðal
landsmanna.
í bréfinu þakkar Arnljótur Schroder fyrir að hafa sent sér
kennaranemann J. Johansen, en Johansen hefur þá um hríð dval-
ið hjá Arnljóti, bæði sem heimiliskennari og vinnumaður.
Einnig hefur hann verið Guðmundi Hjaltasyni (1853-1919)
kennara til aðstoðar við kennsluna. Arnljótur segir að með glað-
værð sinni og góðlyndi hafi Johansen unnið sér ástsæld barn-
anna. Valdboð, refsingar og ráðríki hafi ekki verið aðferð sem
hentaði honum. Hann segist vona að samvinna þeirra Johansens
og Guðmundar Hjaltasonar verði til að opna augu landsmanna
sinna fyrir gagnsemi og kostum slíkra kennsluaðferða.19
16 Koch, L. Oplysningstiden i den danske Kirke, bls. 24-25.
17 Aðalgeir Kristjánsson. Nú heilsar þér á Hafnarslód, bls. 343.
18 Loftur Guttormsson: Fræðslumál, bls. 161-62.
19 NkS 3550 4to.
54