Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 63
RITMENNT 9 (2004) 59-94
Ingi Sigurósson
Áhrif hugmyndafræði
Grundtvigs á íslendinga
Iþessari grein er fjallað um áhrif hugmyndafræði N.F.S. Grundt-
vigs á íslendinga. Þá er átt við hugmyndafræði, sem með ein-
hverjum hætti tengist Grundtvig, þ.á m. hugmyndafræði dönsku
og norsku lýðháskólahreyfingarinnar. Tekin eru til meðferðar
áhrif hennar á ýmsum sviðum. Greint er í stuttu máli frá ævi
Grundtvigs og störfum og sagt frá sambandi hans við íslendinga.
Fjallað er um fjögur meginsvið, sem reyndar skarast noklcuð inn-
byrðis. Þau eru: trúmál; menntamál; ungmennafélagshreyfing;
söguskoðun og þjóðernishyggja. Með ungmennafélögum er átt við
æskulýðsfélög af sérstakri tegund, þau er kölluð hafa verið ung-
mennafélög hér á landi. Sannarlega mótuðust hvorki lýðháskól-
arnir né ungmennafélögin í Danmörku og Noregi eingöngu af
kenningum Grundtvigs, en óumdeilt er, að hugmyndafræði hans
hafði geysimikil áhrif á sviði slíks mennta- og félagsstarfs.
Í , , , . f. ,. . N.F.S. Grundtvigl 1783-1872).
I tengslum við þetta efm eru eftirtaldar rannsoknarspurnmgar
lagðar til grundvallar: Hve mikil umræða var um trúarhugmynd-
ir Grundtvigs meðal lcirkjunnar manna á íslandi, og er hægt að
greina mikil áhrif þeirra hérlendis? Að hvaða marki voru fyrir-
myndir að skólum á íslandi sóttar til danslcra og norskra lýðhá-
skóla, og hver voru áhrif Grundtvigs á íslenzk menntamál yfir-
leitt? Að hve miklu leyti byggðist stefna og starf ungmennafé-
laganna íslenzku á grundtvigskum grunni? Hve mjög mótaðist
söguskoðun íslendinga og þjóðernisvitund þeirra af grundtvigsk-
um hugmyndaarfi?
Vitasltuld er alltaf álitamál, hve mikið á að gera úr hlutverki
einstaklinga í sögunni og í hugmyndasögu yfirleitt. En þegar
fjallað er um hugmyndafræðileg áhrif, sem gætir allverulega í
59