Ritmennt - 01.01.2004, Side 64
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
ákveðnu þjóðfélagi á tilteknum tíma og eru á þeim tíma kennd
við tiltekinn mann, er óhætt að kveða nokkuð fast að orði um
þetta efni.
Um Grundtvig og samband hans viö íslendinga
Nicolai Frederik Severin Grundtvig fæddist á Sjálandi 1783,
prestssonur. Hann lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarhá-
skóla 1803, tók prestvígslu 1811 og starfaði síðan, með talsverð-
um hléum á yngri árum, sem prestur. Á árunum 1829-31 dvald-
ist hann þrívegis um skeið í Englandi. Árið 1839 var hann skip-
aður prestur við Vartovkirkju í Kaupmannahöfn og gegndi því
starfi til dauðadags, 1872. Honum var veitt biskupstign í heið-
ursskyni 1861. Grundtvig lagði mikla stund á ritstörf, allt frá því
að hann var kornungur maður. Eru ritverk hans mjög fjölbreytt
að efni.
Grundtvig lét á langri ævi til sín taka á mörgum sviðum.
Hann var einn helzti guðfræðingur Dana á 19. öld, heimspeking-
ur og sálmaskáld. Hann var merkur fræðimaður, einkum á sviði
norrænna fornfræða. Skrif hans um skólamál höfðu mikil áhrif.
Þá var hann um skeið áhrifamaður í stjórnmálum. Mikilvægi
Grundtvigs í sögu Danmerkur má ráða af því, að strax á þriðja
áratugi 19. aldar var farið að tala um grundtvigianisme og grundt-
vigianere, og hefur haldizt svo síðan.
Eftir fráfall Grundtvigs greindist floltkur grundtvigssinna í
tvær meginfylkingar, annars vegar þá, sem kallaðir voru til
vinstri, hins vegar þá, sem kallaðir voru til hægri. Þeir, sem voru
til vinstri, vildu sameina trúarstarf og stjórnmálastarf og studdu
Vinstri flokkinn; hinir vildu halda trúarstarfinu aðskildu. Síð-
ustu áratugir 19. aldar voru átakatímar í dönsku þjóðfélagi.
Gætti áhrifa Georgs Brandesar þá mikið. Er það mat margra, að
Grundtvig og Brandes hafi verið þeir tveir menn, sem mest áhrif
höfðu á danska menningu á þessu skeiði. Á fjórða áratugi 20. ald-
ar óx áhugi á kenningum Grundtvigs mjög, og varð þá nokkurs
konar endurreisn grundtvigsstefnu. Milcill áhugi hefur síðan
haldizt á ævi og kenningum hans til þessa dags.
Meginástæðan fyrir því, að nafn Grundtvigs hefur borið svo
hátt í Danmörku síðan snemma á 19. öld, er sú, að kenningar
hans og fylgismanna hans hafa haft áhrif á mörgum sviðum, í
60