Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 67
RITMENNT
ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA
Áhugaverð er frásögn Matthíasar Jochumssonar af því, að
hann sótti fjórða norræna kirkjufundinn, þegar hann dvaldist í
Kaupmannahöfn 1871-72, þar sem Grundtvig, þá nær níræður,
og Magnús Eiríksson fluttu báðir ræður. Þennan vetur sótti
Matthías messur hjá Grundtvig.8 Löngu seinna orti Matthías
kvæði urn hann.9 Athyglisvert er, að Matthías kallaði sig
„grundtvigianer" í bréfi til Hannesar Hafsteins 1884; ætla má,
að þar hafi nokkur alvara búið að baki, þótt hálfkærings kenni í
orðum hans: „Annars er ég af hjarta allt: Natúralisti, Realisti,
Grundtvigianer, Rationalisti, Dogmatisti ,.."10
Guðmundur Hjaltason gerði nokkra grein fyrir ævi og kenn-
ingurn Grundtvigs í grein, sem hann birti 1885." Árið 1888 gaf
Hafsteinn Pétursson út kver um Grundtvig, sem síðar verður
getið. Á fyrstu áratugum 20. aldar skrifuðu íslendingar nolckuð
um hann, m.a. í tengslum við dönslcu lýðháskólahreyfinguna.
Nefna má í því viðfangi, að 1927 gaf Dansk-íslenzka félagið út
bókina N.F.S. Grundtvig eftir Holger Begtrup í þýðingu Hálfdan-
ar Helgasonar.
Titilsíða bæklingsins Nikolai
Frederik Severin Grundtvig
eftir Hafstein Pétursson.
Trúmál
Kirkjunnar menn á íslandi þekktu vel til nýjunga í trúarboð-
skap Grundtvigs, en fátt bendir til þess, að hann hafi haft mik-
il áhrif á trúarviðhorf landsmanna. Islendingar skrifuðu ekki
mikið um deilur meðal danskra guðfræðinga, sem Grundtvig
var aðili að. Eftirtektarvert er, að í yfirlitsritgerðunum um at-
burði liðins árs í Skírni er minnzt þó nokkrum sinnum á trúar-
kenningar Grundtvigs og áhrif þeirra í Danmörku, en yfirleitt er
sú umfjöllun ekki ítarleg og sjaldnast rætt að marki um inntak
kenninganna.12
Þess er þó að geta, að árið 1888 gaf Hafsteinn Pétursson, þá ný-
útskrifaður guðfræðingur, sem hafði stundað nám við Kaup-
8 Matthías Jochumsson. Sögukaflar af sjálfum mér, bls. 183-89.
9 Matthías Jochumsson. Ljóðmæli. 5. b., bls. 103-08. - Kvæðið, sem var ort
1905, ber heitið „Grundtvig".
10 Matthías Jochumsson. Bréf Matthíasar Jochumsscmar til Hannesar Haf-
steins, bls. 28.
H Guðmundur Hjaltason: Skólamál, bls. 25-27, 29-31.
12 Sjá m.a. Eiríkur Jónsson: Frjettir frá vordögum 1865 til vordaga 1866, bls. 137-38.
63