Ritmennt - 01.01.2004, Síða 68
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
mannahafnarháskóla, út bækling um Grundtvig, sem hefur að
geyma fyrirlestur, er hann hafði flutt í Reykjavík. í bæklingnum
eru meginatriði í æviferli Grundtvigs rakin, greint talsvert frá
guðfræði hans og sálmakveðslcap, sem mjög er hrósað, og stutt-
lega sagt frá starfi hans á öðrum sviðum, þar sem m.a. er vísað
lofsamlega til lýðháskólanna. Umfjöllunin um guðfræði Grundt-
vigs tekur mjög mið af trúarskoðunum Hafsteins. Mikið lof er
borið á hann fyrir andstöðu við skynsemistrú. En Hafsteinn seg-
ir, að sér þyki minna til guðfræði Grundtvigs koma, eftir að leið-
ir slcildu guðfræðilega með honum og Jakob Peter Mynster, síð-
ar bislcupi, um 1825.1 lok bæklingsins veltir Hafsteinn fyrir sér,
hver séu líltleg framtíðaráhrif guðfræði Grundtvigs. Eltlti er hægt
að greina, að Hafsteinn beini því til lesenda, að þeir sltuli til-
einlta sér trúarsltoðanir hans í einu og öllu.13
í tímaritum um guðfræðileg efni, sem íslendingar gáfu út á
síðasta áratugi 19. aldar og fyrstu áratugum 20. aldar, birtust
eltlti greinar, sem fjölluðu um guðfræði Grundtvigs sérstaklega.
Hennar er þó stundum getið, þegar fjallað er um hræringar í
dönsltu trúarlífi.
Sálmar eftir Grundtvig, tveir talsins, í íslenzltri þýðingu voru
fyrst birtir í sálmabóltinni 1871. Þó noltltrir sálmar eftir hann
eru í sálmabókum þeim, sem notaðar hafa verið síðan 1886.
Sumir þessara sálma hafa verið mikið sungnir við guðsþjónust-
ur. Erfitt er að meta, hvort inntak sálma Grundtvigs hafi haft
einhver veruleg áhrif á trúarviðhorf íslendinga.14
Menntamál
Eins og áður greinir, höfðu skrif Grundtvigs mikil áhrif á mótun
dönsku lýðháskólanna. Fyrsti lýðháslcólinn í Danmörku var
stofnaður í Rodding í Norður-Slésvík 1844. Eftir ósigur Dana í
styrjöldinni við Prússa og Austurríkismenn 1864 og missi her-
togadæmanna Slésvíkur og Holtsetalands fjölgaði lýðháskólun-
um mjög, og starf þeirra efldist. Arið 1869 var stofnaður skóli í
Askov á Jótlandi; afráðið var 1878, að nám þar yrði umfangs-
13 Hafsteinn Pétursson. Nikolai Frederik Severin Grundtvig.
14 Gerð er grein fyrir íslenzkum þýðingum á sálmum Grundtvigs og birtingu
þeirra í sálmabókum í Jens Hvidtfeldt Nielsen. N.F.S. Grundtvig, bls. 39.
64