Ritmennt - 01.01.2004, Síða 69
RITMENNT
ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA
Ove Korsgaard. Kampen om lyset, bls. 193.
meira en við aðra danska lýðháskóla, og varð hann noklcurs kon-
ar forystuskóli ineðal þeirra og sá fjölsóttasti. Starf lýðháskól- Lýðháskólmn 1 Hmdholm á
anna dönsku var eklu allt fellt t sama far. En aherzla var logð a skeið fjölsóttasti lýðháskóli
þjóðlegan arf. í flestum lýðháskólunum voru kjarnagreinar þariandi.
danska, hókmenntasaga, saga Danmerlcur og veraldarsaga, aulc
þess sem áherzla var lögð á söng og íþróttir. I fyrirlestrum um
sögu var mjög skírslcotað til þjóðernistilfinningar. í sögukennslu
var lögð áherzlu á sögu meginþjóða (hovedfolk), sem svo voru
nefndar, en þeirra mikilvægastar voru að mati Grundtvigs Hebr-
ear, Grikkir og Norðurlandabúar.15 Ekki voru haldin próf við lýð-
háskólana, og kennsla var í fyrirlestraformi; henni var ætlað að
vera nemendum til vakningar.16
Fyrsti lýðháskólinn í Noregi var stofnaður 1864, og allmargir
slíkir skólar voru stofnaðir þar á næstu áratugum. 1 starfi þeirra
gætti mjög áhrifa frá Grundtvig og dönsku lýðháskólunum. Lýð-
háskólar voru einnig stofnaðir í Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum.
15 Sjá m.a. um þetta efni Ove Korsgaard. Kampen om lyset, bls. 221-24.
16 Meðal fjölmargra ritverka, þar sem fjallað er um dönsku lýðháskólana, skulu
eftirtalin nefnd: Ove Korsgaard. Kampen om folket; Ove Korsgaard. Kampen
om lyset-, Gunhild Nissen. Udfordringer til Hojskolen-, Roar Skovmand: Den
grundtvigske Folkehojskole.
65