Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 70
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Guðmundur Hjaltason
(1853-1919).
Á þremur síðustu áratugum 19. aldar skrifuðu íslendingar lít-
ið um dönsku lýðháskólana, og áhrif þeirra á skólastarf voru tak-
mörkuð. Matthías Jochumsson fékk styrk til að kynna sér skóla-
starf í Askov, þegar hann dvaldist í Danmörku 1871-72, en hann
skrifaði lítið um þetta efni fyrr en seint á ævinni. Guðmundur
Hjaltason mun hafa verið fyrsti íslendingurinn, sem gekk í lýð-
háskóla.17 Hann stundaði nám í Yonheim í Noregi 1875-77 og í
Askov 1877-79. Hann birti greinar á árunum 1881-85, þar sem
starf lýðháskóla var lcynnt, en að sögn hans sjálfs vöktu þær litla
athygli.18 Meðal íslendinga urðu umræður um lýðháskóla fyrir
aldamót mest í sambandi við skóla, sem Guðmundur setti á fót
og rak á Akureyri, en varð að leggja niður vegna dræmra undir-
tekta.
Um aldamótin komust lýðháskólar miklu meira í brennidep-
il meðal íslendinga en áður hafði verið. Þekktir höfundar, sagn-
fræðingarnir Bogi Th. Melsteð og Jón Jónsson, sem síðar nefndi
sig Jón J. Aðils, slcrifuðu greinar, þar sem lýðháskólarnir dönslcu
voru mjög rómaðir.19 Sigurður Þórólfsson, sem stundað hafði
nám í Askov, ralc lýðháslcóla í Reylcjavílc 1902-04. Hann stofn-
aði svo Lýðháskólann á Hvítárbaklca 1905 og ralc hann til 1920,
þegar aðrir aðilar tóku við. Slcipulag slcólans var marlcvisst snið-
ið eftir dönslcum lýðháslcólum.20 Álcveðinn lýðháslcólabragur var
á öðrum slcólum, svo sem Núpsslcóla, sem stofnaður var 1907,
þar sem Sigtryggur Guðlaugsson var skólastjóri,21 Alþýðuslcólan-
um á Eiðum,22 sem tólc við af búnaðarslcólanum þar og hóf starf-
semi 1919, og Alþýðuslcólanum á Laugum, sem stofnaður var
1924.
17 Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um skólastarf og uppeldishugmyndir Guð-
mundar Hjaltasonar. Sjá m.a. Bragi Jósepsson. Lýðskólamaðurinn Guðmund-
ur Hjaltason og ritverk hans.
18 Guðmundur Hjaltason. Æfisaga Guðmundar Hjaltasonar ... og þrír fyrirlestr-
ar, bls. 144.
19 Sjá m.a. Bogi Th. Melsteð: Um æskuárin og íslenskan lýðháskóla; Jón J. Aðils:
Alþýðuháslcólar í Danmörku.
20 Sjá m.a. um sögu Hvítárbakkaslcóla Magnús Sveinsson. Hvítárbakkaskólinn
1905-1931; Sigurður Þórólfsson. Gamlar minningar.
21 Sjá m.a. um sögu Núpsskóla Halldór Kristjánsson. Sigtryggur Guðlaugsson
prófastur og skólastjóri á Núpi.
22 Sjá um skólastarf og stefnu Alþýðuskólans á Eiðum á upphafsskeiði hans og
ágreining um það efni Benedilct Gíslason frá Hofteigi. Eiðasaga, bls. 249-81.
66