Ritmennt - 01.01.2004, Side 74
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
málum. Ekki er unnt að finna mjög skýr áhrif frá Grundtvig og
lýðháskólahreyfingunni, hvað snertir breytingar á skyldunámi
barna, tilkomu sérskóla af ákveðnum tegundum, svo sem iðn-
skóla, sjómannaskóla, kennaraskóla og verzlunarskóla, og veru-
lega endurskoðun námsefnis á menntaskólastigi. En eins og hér
að framan segir, eru þessi áhrif mikilvæg á ýmsum öðrum svið-
um, sem falla undir þessa grein.
Stefna og starf ungmennafélaga
Til þess að varpa ljósi á meginviðfangsefni þessa kafla er fjallað
nokkuð um ungmennafélagshreyfingar í Noregi og Danmörku
og tengsl þeirra við hugmyndafræði Grundtvigs. í sambandi við
greiningu á uppruna og eðli íslenzku ungmennafélagshreyfingar-
innar er hugað að því, að hvaða marki megi telja hana afsprengi
hinnar dönsku og norsku. I tengslum við það er sett fram mat á
mikilvægi hins grundtvigska þáttar í hreyfingunni.
Ungmennafélög komu til sögunnar í Noregi fljótlega eftir
miöja 19. öld. Tilurð þeirra er rétt að skoða í samhengi við út-
breiðslu hugmynda Grundtvigs og þróun lýðháskóla. Áhrifa
hans fór aö gæta þar í landi fyrir miðja öldina.33 Á sjötta áratug-
inurn varð veruleg breyting á áherzlum norskra grundtvigssinna
yfirleitt. Þeir sinntu trúarlegum efnum minna en áður, en lögðu
meiri áherzlu á alþýðufræðslu og frjálslyndisstefnu í stjórnmál-
um. Kennaraskólar áttu mikinn þátt í útbreiðslu grundtvigskra
hugmynda. Ungmennafélagshreyfingin var kölluð den frilyndte
ungdomsrarsla á nýnorsku, sem nú heitir svo. Hugtakið frilyndt
vísar til trúarviðhorfa. Ungmennafélögin lögðu áherzlu á trúar-
legan þátt, en áherzla þeirra í þeim efnum var kennd við frjáls-
lyndi, - talað var um „glaðan kristindóm" í anda Grundtvigs, -
vegna þess að hún var í andstöðu við stefnu heittrúarhreyfinga,
sem nutu mikils fylgis meðal Norðmanna á þessum tíma; ýmis
æskulýðsfélög störfuðu í anda þeirra.
Frá upphafi voru náin tengsl milli lýðháskóla og ungmennafé-
laga. Lýðháskólamenn voru gjarnan fengnir til að flytja ræður á
fundum einstakra ungmennafélaga, sem og á viðamiklum sum-
33 Sjá m.a. um áhrif Grundtvigs í Noregi Dag Thorkildsen m.fl. Grundtvigian-
isme og nasjonalisme i Norge i det 19. drhundre.
70