Ritmennt - 01.01.2004, Page 75
RITMENNT
ÁHRIF HU GMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA
arhátíðum, er ungmennafélög tóku sig saman um að halda. Við-
gang ungmennafélaga í Noregi á síðustu áratugum 19. aldar
verður að skoða í samhengi við mikla eflingu félagshreyfinga á
þeim tíma þar í landi og reyndar víða í Evrópu. Lýðháslcólamenn
og prestar stóðu framarlega í slíkum hreyfingum á þessu slceiði.
Deilur um málstefnu, þar sem tekizt var á um stöðu nýnorsku,
kölluð landsmál þá, urðu ungmennafélagshreyfingunni til fram-
dráttar á vissan hátt, því að margir nýnorskumenn fylktu sér
undir merki ungmennafélagshreyfingarinnar. Tengsl við Vinstri
flokkinn norska skipta og máli hér.
Arið 1896 voru stofnuð landssamtök ungmennafélaga í Nor-
egi, Noregs Ungdomslag, og hafa þau starfað til þessa dags.
Hreyfingin var þá strax orðin öflug. Árið 1905 voru félagar í
landssamtökunum um 26.000 og um 54.000 árið 1926 í 1.155 fé-
lögum. Áherzlur voru nokkuð aðrar í norsku ungmennafélags-
hreyfingunni en í hinni dönslcu, og þjóðernisboðskapur hennar
var með talsvert öðrum hætti. Hin dönslcu áhrif á norsku hreyf-
inguna voru fyrst og fremst þannig til komin, að norsku ung-
mennafélagsleiðtogarnir höfðu stundað nám við danska lýðhá-
skóla, þ.á m. margir í Askov, og orðið fyrir áhrifum af hug-
myndafræði Grundtvigs þar. Miklu síður var um það að ræða, að
dönsku ungmennafélögin væru bein fyrirmynd hinna norsku.34
Norski sagnfræðingurinn Mona Klippenberg kemst svo að
orði um hugmyndafræði og markmið norsku ungmennafélags-
hreyfingarinnar: „Den frilyndte ungdomsrorsla bygde pá ideane
til den grundtvigianske folkehogskulen, og málet for ungdoms-
arbeidet var det same som for folkehogskulen: Dei slculle velckja
bondeungdomen til et vidare syn, samfunnsmessig, kulturelt og
politisk."35
Dönslcu ungmennafélögin voru enn nátengdari dönslcu lýðhá-
skólunum en norsku ungmennafélögin voru norsku lýðháskólun-
tim. Þau störfuðu fyrst og fremst í sveitum og voru gjarnan kennd
44 M.a. er fjallað um sögu ungmennafélaga í Noregi í eftirtöldum riturn: 0rnulf
Hodne: Fedreland og fritid; Mona Klippenberg: Folkelig opplysning pá full-
norsk grunn; Jan Klovstad: „... ein energisk politislc vilje"; Kr. Sælid: Noregs
Ungdomslag; Jon Tvinnereim. Ei folkeiarsle blir til.
35 Mona Klippenberg: Folkeleg opplysning pá fullnorsk grunn, bls. 58.
71