Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 76
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Jóhannes Jósefsson
(1883-1968).
við grundtvigska hugmyndafræði á þessum tíma. Danski uppeldis-
fræðingurinn Snren Ehlers kemst svo að orði um þessi nánu tengsl:
Ungdomsforeningernes vigtigste formál var at fungere som folke-
hojskolernes forlængede arm. De skulle rekruttere unge, og de skulle
lave opfolgning i forhold til tidligere hojskoleelever. Det centrale red-
skab i den forbindelse var det folkelige foredrag ,..36
Fyrsta ungmennafélagið í Danmörku var stofnað 1879, þegar
lýðháskólar höfðu starfað þar í nokkrum mæli áratugum saman.
I lok aldarinnar störfuðu þar tvenn samtök ungmennafélaga, en
þau sameinuðust 1903 í De danske Ungdomsforeninger. Það ár
var fjöldi félaga í landssamtökunum 4.500, en 44.750 árið 1925.
Dönsku ungmennafélögin sinntu mest fyrirlestrahaldi, þar sem
m.a. var lögð áherzla á söguleg og bókmenntafræðileg efni. Söng
var og mikið sinnt, og iðulega voru haldnar messur á vegum fé-
laganna.37
Við mat á eðli ungmennafélagshreyfingarinnar hérlendis
skiptir stefnuskrá félaganna mjög miklu máli, m.a. vegna þess að
hún fól í sér ákveðna skuldbindingaskrá, jafnframt því sem mik-
ilvægt er að kanna aðra þætti, sem rnótuðu starfið. Innan hreyf-
ingarinnar var tekizt á um ákveðin efni, þ.á m. bindindisheit og
í minni mæli um afstöðu til kristindómsins, þ.e. í hve ríkum
mæli áherzla skyldi lögð á kristinn boðskap. En um önnur mik-
ilvæg stefnumál virðist eklci hafa verið mikill ágreiningur. Hin
íslenzka ungmennafélagsstefna, sem í stórum dráttum var lítt
breytt áratugum saman og hefur reyndar að sumu leyti haldizt
til þessa dags, mótaðist á fáum misserum frá og með 1906, stofn-
ári Ungmennafélags Akureyrar. Æskulýðsfélög höfðu starfað
hérlendis áður, en þetta félag er hið elzta, sem varð hluti af ung-
mennafélagshreyfingu. Lög UMFA eru mjög mikilvæg í þessu
viðfangi. Ljóst er, að mjög náin tengsl eru á milli laga UMFA og
laga Ungmennafélags Islands, landssambands ungmennafélaga,
sem stofnað var á Þingvöllum 1907.
36 Soren Ehlers. Ungdomsliv, bls. 127.
37 M.a. er fjallað um sögu ungmennafélaga í Danmörku í eftirtöldum ritum:
Snren Ehlers. Ungdomsliv, bls. 124—28; Jens Marinus Jensen: Dansk folkeligt
Ungdomsarbejde; Mona Klippenberg: Folkeleg opplysning pá fullnorsk grunn,
bls. 81-82.
72