Ritmennt - 01.01.2004, Page 83

Ritmennt - 01.01.2004, Page 83
RITMENNT ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA Söguskoðun og þjóðernishyggja Eins og áður er fram komið, fór það saman í upphafi 20. aldar, að lýðháskólar og sú hugmyndafræði, sem lá að baki starfi þeirra, var kynnt íslendingum rækilega í riti, skólar af því tagi voru stofnaðir, og menn, sem voru nátengdir lýðháskólunum dönsku, urðu meðal atkvæðamestu sagnaritara þjóðarinnar. Urnræða um mál, sem varða þjóðerni, og sögu þjóðarinnar féll mjög saman, og er því fjallað um þessi efni sem eina heild. Hér verður rætt um nokkrar breytingar á þessu sviði og að hvaða marki má rekja þær til Grundtvigs og dönsku lýðháskólahreyfingarinnar. í sambandi við hinar ytri aðstæður, sem umræðu um þjóðern- ismál var settur, skiptir miklu máli heimastjórnin og þær við- ræður við Dani um stöðu Islands, sem stóðu yfir á heimastjórn- artímabilinu og enduðu með sambandslögunum 1918. Tiltölu- lega hagstætt árferði og vöxtur í atvinnulífi landsmanna hefur og haft sitt að segja. Óhætt er að fullyrða, að trú á framfarir, sem var talsverð fyrir, hafi eflzt.47 Þá ber að nefna bætta menntun lands- manna og margfalda útgáfu bóka og blaða, sem hafði í för með sér stóraukna miðlun alls konar slcoðana til almennings. Gífur- leg útbreiðsla fornritaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar hlýtur að hafa orðið til þess, að hærra hlutfall landsmanna hafði lesið ýms- ar íslendingasögur en áður voru dæmi um. Þessi lestur, samhliða því, að skrif menntamanna náðu í ríkum mæli til almennings, hefur án efa haft sín áhrif á hugmyndaheim fólks. Árið 1929, þegar Sigurður hætti bókaútgáfu, höfðu vinsælustu ritin verið prentuð í um og yfir 10.000 eintökum,48 en landsmenn voru þá um 106.000 talsins. Jafnframt tók alþýða meiri þátt í opinberri þjóðmálaumræðu en áður hafði þelckzt. Enn fremur er að geta um stóraukna starfsemi félagssamtalra, sem á ýrnsan liátt ýtti undir umræðu um þjóðernismál. Má þar einkum nefna ung- nrennafélögin. Mikil umræða liefur átt sér stað um þjóðernislryggju síðustu aratugi, hér á landi sem annars staðar, og hafa mismunandi slcoð- 47 Sjá m.a. um trú íslendinga á framfarir á þessu skeiði Ingi Sigurðsson: Upplýs- ingin og hugmyndaheimur Islendinga á síðustu áratugum 19. aldar og önd- verðri 20. öld, bls. 127-32. 48 Gils Guðmundsson: Sigurður Kristjánsson bóksali og bókaútgefandi, bls. 227. 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.