Ritmennt - 01.01.2004, Síða 84
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Jón J. Aðils (1869-1920).
anir verið ofarlega á baugi varðandi eðli þjóðernishyggju sem
fjölþjóðlegrar hugmyndastefnu og birtingarmynd þjóðernissinn-
aðra viðhorfa í einstökum löndum. Margs konar túlkunarvandi
kemur upp, þegar fjallað er um þessi efni. Það á við um íslend-
inga sem aðra, að þjóðernissinnuð viðhorf fléttuðust saman við
viðhorf af ýmsu öðru tagi, og liggur fyrir, að fólki fannst ekki
alltaf vera glögg skil þar á milli.
Vegna ýmissa ytri aðstæðna voru mál, sem varða þjóðerni,
meira í brennidepli á tveimur fyrstu áratugum 20. aldar en fyrr.
Löngum hefur verið talið, að Jón J. Aðils hafi haft mikil áhrif á
söguskoðun og þjóðernisvitund íslendinga, og hef ég sjálfur látið
í ljós það álit áður.49 Er eðlilegt að gera ritum Jóns talsverð sldl,
þegar fjallað er um breytingar, sem urðu á þessum sviðum.
Sigríður Matthíasdóttir hefur ritað mildð um söguslcoðun og
þjóðernisvitund Jóns J. Aðiis.50 Ég met áherzluþætti í skrifum
Jóns um þessi efni og hugmyndasöguiegt samhengi þeirra með
talsvert öðrum hætti en hún. Mér virðist t.d., að hún tald of
djúpt í árinni, hvað varðar mikilvægi hugmyndarinnar um líf-
rænt eðli íslenzlcrar þjóðar, þ.e., að iitið sé á þjóðina sem iífveru,
og mikilvægi hugmyndarinnar um „endurreisn liins forna þjóð-
veldis, sem hafði skapaö hina fyrstu gullöld á íslandi" eða „end-
urreisn gullaldar", í þjóðernisviðliorfum Jóns J. Aðils, sem birt-
ast í riti hans, íslenzku þjóðerni.51 Slcal nú fjaliað noldtuð um
þessi atriði.
Eitt af því, sem kemur tii athugunar í þessu viðfangi, er, að
mér virðist Sigríður gera meira en efni standa til úr áhrifum
þýzka heimspekingsins Johanns Gottfrieds Herders á Jón og ís-
lenzlca samtíðarmenn hans. Hún leggur áherzlu á þátt Herders í
útbreiðslu áðurnefndra lífsheildarhugmynda. Hið sama er að
segja um, að mér þykja ákveðnar samsvaranir milli þjóðernis-
hugmynda þýzka heimspekingsins Johanns Gottliebs Fichtes,
sem útfærði á sinn hátt tilteknar hugmyndir Herders, og Jóns,
sem Sigríður liefur hent á, vera þess eðlis, að hæpið sé að draga
49 Ingi Sigurðsson. íslenzk sagnfræði frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar, lils. 24.
50 Sigríður Matthíasdóttir: Réttlæting þjóðernis; Sigríður Matthíasdóttir. Hinn
sanni Islendingur.
51 Sigríður Matthíasdóttir. Hinn sanni íslendingur, bls. 43, 46.
80