Ritmennt - 01.01.2004, Síða 86
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
)0N jOnsson-
ÍSLENZKT I JjÓDERNl.
ALbÝDUFYRIKI.ES'rKAK.
REYKJAVlK.
MISTNMIAHVAHI II MICURIll II KRItTJANMKOS
P«'T» < J-.c.o.r..
Landsbókasafn.
Titilsíða íslenzks þjóðernis
eftir Jón J. Aðils.
hafa í huga, hvernig hann sjálfur skilgreindi markmið ritsins.
Hann segir svo í formála: „Það er efni þessara fyrirlestra, að rekja
í stuttu máli helztu þættina í lífi og sögu Islendinga frá upphafi
og fram á vora daga, en þó um leið sérstaklega að taka fyrir þá
hliðina, sem snertir þjóðernið sjálft og þjóðernistilfinninguna,"55
Mikilvægi þjóðernistilfinningar er grunnstefið í bókinni. Elcki
blasir við, að hin mikla áherzla á hana, sem birtist í slcrifum Jóns
og margra annarra Islendinga á þessu skeiði og síðar verður vikið
að, sé fyrst og fremst runnin frá sérstakri kenningu um þjóðir
sem lífrænar heildir.56 Er reyndar ekki augljóst, að þessi viðhorf
megi rekja að mestu leyti til erlendra kenningasmiða, hvað sem
líður miklum áhrifum að utan á íslenzka þjóðernishyggju á 19.
öld og öndverðri 20. öld. íslendingar höfðu lengi slcrifað um þjóð-
ina sem heild, og kynslóð eftir kynslóð höfðu ýmsir þeir, sem vel
voru settir í þjóðfélaginu og létu eftir sig upplýsingar í riti um
viðhorf sín, litið á hana sem afmarkaðan hóp. Höfðu þeir m.a.
skrifað um mikilvægi samstöðu þjóðarinnar og þann slcaða, sem
sundrung hefði valdið henni, elcld sízt á Sturlungaöld. Slcrif Jóns
eru að þessu leyti hluti af íslenzkri hefð.
Ég fæ ekki séð, að ýmislegt, sem Jón segir í íslenzku þjóðerni
um íslenzka þjóð og Sigríður vísar til í Hinum sanna íslend-
ingiþ7 gefi til kynna, að lífveruhugmynd eða lífsheildarkenning
gangi „eins og rauður þráður í gegnum þjóðernishugmyndafræði
Jóns Aðils",58 né heldur, að hugmyndir af þessu tagi séu undir-
stöðuatriði í slcrifum Friðrilcs Friðrilcssonar og Guðmundar Finn-
bogasonar, sem til er vitnað í hliðstæðu samhengi.59
Slcírslcotanir, er með einhverjum hætti má leggja út sem til-
vísanir til þjóðarinnar sem lífveru, í skrifum íslendinga á fyrstu
áratugum 20. aldar, verða í sumum tilvilcum eklci greindar skýrt
frá umfjöllun á breiðum grundvelli um samstöðu íslenzlcu þjóð-
arinnar, og þær gefa naumast tilefni til víðtælcra álylctana um
mótun viðhorfa í samræmi við tiltelcna lcenningu. Hér slcal til-
greina ákveðinn stað í íslenzku þjóðerni, er Sigríður vísar til sem
55 Jón J. Aðils. íslenzkt þjóðerni, bls. 1.
56 Sigríður Matthíasdóttir. Hinn sanni íslendingur, einlrum bls. 25, 46-47, 84.
57 Sama rit, bls. 46-50.
58 Sama rit, bls. 48.
59 Sama rit, bls. 69-71, 84. - Guðmundur Finnbogason: Smáþjóð - stórþjóð, bls.
139-42; Friðrik Friðriksson: Ættjarðarást, bls. 59.
82