Ritmennt - 01.01.2004, Blaðsíða 88
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
því tímabili voru, er ekkert, sem bendir til þess, að menn hafi
yfirleitt viljað endurskapa þjóðfélag miðalda. Þeir vildu heldur
sækja innblástur og hvatningu við uppbyggingu nútímaþjóðfé-
lags til þessa tíma. Vitundin um það, er litið var á sem glæsilegt
þjóðlíf og afrek manna til forna, átti að örva til dáða.
í ritum Jóns kemur glöggt fram, að hann vildi elcki hverfa aft-
ur til þjóðfélagsgerðar hinnar íslenzku fornaldar. Nefna má, að í
þremur ritum sínum fjallar hann um ágreining Fjölnismanna og
Jóns Sigurðssonar um það, hvort halda ætti Alþingi á Þingvöll-
um eða í Reylrjavík og í öllum tilvilcum á sama veg. Hann telcur
gagnrýna afstöðu tii þeirrar tiilögu Fjölnismanna, sem hann ber
milcið lof á að öðru leyti, að Alþingi ætti að vera á Þingvöllum
og lcveður það viöhorf elclci hafa verið raunhæft. Jón segir m.a.
svo í íslenzku þjóðerni:
... á hinn bóginn verður því elclci neitað, að Fjölnismönnum hættir stund-
um of mjög við að láta tilfinningarnar fá yfirhönd hjá sér. Þeir setja þær
í hásætið að sið „rómantísku" stefnunnar og láta þær drotna yfir sér og
glepja sér sjónir. Þetta lcemur einkum greinilega fram í baráttunni um
endurreisn alþingis. Þeir vilja laga það aö öllu leyti eftir hinu forna sniði,
án þess að gefa gætur að, hvort það geti átt við lengur ... Þetta er að vísu
fagur vottur um rælctarsemi þeirra félaga, en það sýnir þó um leið, að
þeim var sýnna um að vekja og glæða fagrar tilfinningar í brjóstum
manna og hvetja til framsóknar, en að gangast fyrir hagstæðum umbót-
um á stjórnarhögum landsins, enda er þetta tvent ólílct.64
Þá slciptir máli í þessu viðfangi, að hin þjóðernissinnuðu viðhorf
fólu elclci eingöngu í sér, að litið var með jákvæðum hætti til lið-
innar tíðar, heldur fléttaðist trú á framfarir mjög saman við þjóð-
ernishyggjuna. Sem dæmi má nefna, að í lcennslubólc í íslandssögu
fyrir framhaldsslcóla fagnar Jón J. Aðils þróun, sem hann lcennir við
framfarir, í tíð síðustu kynslóða, bæði verlclegar framlcvæmdir og
þróun í menningarefnum, sem gerði það að verlcum, að íslenzlct
þjóðfélag fjarlægðist það ástand, sem rílcti á miðöldum.65
Þegar áhrif hugmyndafræði Grundtvigs á söguslcoðun og þjóð-
ernishyggju Islendinga eru metin, slciptir máli, að þáttaslcil urðu
í sögu íslenzkrar sagnfræði á síðasta áratugi 19. aldar. Næstu ára-
64 Sama rit, bls. 224. Sjá einnig Jón J. Aðils. Dagrenning, bls. 130-31; Jón J. Að-
ils. íslandssaga, bls. 341.
65 Jón J. Aðils. íslandssaga, bls. 361-81.
84