Ritmennt - 01.01.2004, Side 90
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
A.D. forgensen (1840-97).
birtist þetta allra skýrast í lokakaflanum, þar sem þræðir eru
teknir saman. Þar segir hann m.a. svo: „Hvað er það þá, sem hef-
ur gefið íslenzku þjóðinni þetta þiek til að þolal Hver er þessi
helga vættur, sem hefur vakað yfir henni? ... Það er þjóöemistil-
finningin."66 Hér eru áhrifin frá sagnaritun Grundtvigs og
danskra lýðháskólamanna mjög greinileg. Þá er hugsanlegt, að
sömu áhrifa hafi gætt í því, hve mjög skírskotanir til glæsilegs
þjóðlífs til forna, sem svo var talið vera, voru notaðar til að
hvetja landsmenn. Fyrirlestraformið, sem lýðháskólamenn not-
uðu svo mjög, hafði tvhnælalaust mikil áhrif á íslendinga. Bæði
er um að ræða áhrif á einstaklinga, sem höfðu hlýtt á fyrirlestra
í Danmörku, og áhrif fyrirlestra, sem út höfðu verið gefnir.
Hvað Jón J. Aðils snertir, skipta milclu máli persónuleg tengsl
hans við A.D. Jorgensen, áhrifaríkasta sagnaritara dönsku lýðhá-
skólahreyfingarinnar, svo og, að Jón hafði sjálfur starfað sem
ltennari við danslcan lýðháslcóla, í Vallekilde, þar sem Ernst Tri-
er, einn þelclctasti lýðháslcólamaður síns tíma, var slcólastjóri, og
fengið þjálfun sem fyrirlesari þar. Jón starfaði um slceið við þjóð-
slcjalasafn Dana, þegar Jorgensen var þjóðslcjalavörður. Telja rná
víst, að rit Jorgensens, Fynetyve Foitællingei af Fædielandets
Histoiie, sem naut miltilla vinsælda í Danmörlcu, hafi verið
milcilvæg fyrirmynd íslenzlcra sagnfræðinga. Ætla má, að þetta
rit, sem eins og titillinn bendir til hefur að geyma stuttar frá-
sagnir af álcveðnum atburðum í sögu Danmerltur, hafi flestum
ritum fremur haft áhrif á sagnarit Jóns J. Aðils og Jónasar Jóns-
son frá Hriflu, þau er sérstalclega voru samin fyrir almenning. I
riti Jorgensens er bersýnilega lögð áherzla á aðgengilega fram-
setningu, og þjóðernissinnuð viðhorf eru þar sterlc. Fyrirlestrar
Jóns, sem gefnir voru út í þremur bólcum, voru tvímælaust, hvað
framsetningu snertir, byggðir mjög á fyrirlestrahefð danslcra lýð-
háslcóla. Ein þessara þriggja bóka er íslenzkt þjóðeini (1903),
sem telja má áhrifaríkasta sagnarit Islendinga á þessu slteiði, og
hafði tvímælalaust milcil áhrif á Islandssögu handa böinum eft-
ir Jónas Jónsson frá Hriflu (1915-16). Var hún notuð sem
lcennslubók í barnaslcólum í marga áratugi og hafði án efa miltil
áhrif á sögusltoðun landsmanna.
66 Jón J. Aðils. Islenzkt þjóðerni, bls. 245.
86