Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 91
ritmennt
ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA
Tilfinningaþrunginnar túlkunar gætir meira í þeim ritum Jóns
J. Aðils um sögu íslands, sem byggð eru á alþýðufyrirlestrum
hans, en öðrum, og þá sérstaklega í íslenzku þjóðerni. í flestum
öðrum ritverkum hans mótast efnistökin einnig miklu minna af
áherzlu á mál, sem varða þjóðerni. Á þetta jafnt við um útgefin
rit og háskóiafyririestra hans um sögu íslands frá landnámi fram
yfir 1830, sem varðveittir eru í handritadeild Landsbókasafns Is-
lands - Háskólabólcasafns.67
Teltið skal dæmi úr Dagrenningu um framsetningu Jóns í al-
þýðufyrirlestrunum. Eftirtektarvert er, að bókm er tilemkuð
ungmennafélögum íslands: „Erindi þess eru helguð ungmenna-
félögum íslands í trausti þess, að þau vinni einhuga að sönnum
þjóðarþrifum í anda þeirra manna, er hér um ræðir."681 lok bók-
arinnar kemst Jón svo að orði:
Þeir Eggert Ólafsson, Skúli fógeti, Magnús Stephensen, Baldvin Ein-
arsson, Fjölnismenn allir og Jón Sigurðsson eru dánir og horfnir fyrir
löngu, en þó lifa þeir enn og starfa mitt á meðal vor. Upp af starfi
þeirra hefir þegar sprottið andlegur vorgróður með íslenzku þjóðinni.
Alt ber svip af þeim og ættarmót. Hugsjónir þeirra, ósérplægni og ætt-
jarðarást eru enn lifandi fyrirmynd þjóðarinnar. Og sé jafn einhuga á
eftir fylgt, eins og þeir hafa markað sporið, þá mun uppskeran verða
auður og gnótt á allar lundir.69
Andinn í kennslubók Jóns í íslandssögu fyrir framlialdssltóla,
sem út ltom 1915, er allt annar, svo að dæmi sé tekið, og þetta
er enn greinilegra í helzta rannsóknarriti hans, Einokunarverzl-
un Dana á íslandi 1602-1787. Nokkur hliðstæða er, hvað þetta
varðar, í ritum Boga Th. Melsteðs. Umfjöllun hans um sögu
landsins í Stuttri kennslubók í íslendinga sögu handa byrjend-
um einkennist af meiri tilfinningahita en birtist í öðrum ritum
hans.
Eftirtektarvert er, hve mikið var fjallað um, að brýna slcyldi
fyrir börnurn og unglingum mikilvægi ættjarðarástar. Að þessu
leyti eru áhrif lýðháskólahreyfingarinnar án efa mikilvæg. Bogi
;$YrvctYPC ^ortcrílingcr
•I
^œðrclanbcts þiitoric.
«1
A. D. lírgrnfnt.
n<b aortollnniC Sotlnn, 1 (tmiisHr R«it •» M tNOrbrr.
*«» <>««ii»» |«» iiiiiwitnnn imu
Rjcbfnbarn.
3 RomMfin »o» «. 9. « ».r
1909.
Landsbókasafn.
Titilsíða Fyrretyve Fortæl-
linger af Fædrelandets Histo-
rie, eftir A.D. Jorgensen.
67 Jón J. Aðils. [Háslcólafyrirlestrar um sögu íslands.]
68 Jón J. Aðils. Dagrenning, bls. [iii].
69 Sama rit, bls. 145.
87