Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 92
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
LESTRAHBÓK
ÍIANDA
ALÞYDU A ISLANDI
]*('»HAUINN BÚDVAKASON.
KAtTMANNAIlOKN.
riiKNTUI* UJÍ HLÖDVI KI.KIN.
1««.
Titilsíða Lestrarbókar handa
alþýðu á íslandi.
Th. Melsteð kemst svo að orði í upphafskafla Stuttiar kenslu-
bókai í íslendinga sögu handa byrjendum:
Island er því eigi að eins föðurland okkar og móðurland, heldur er það
líka fósturland vort og ættland. Það er vort eigið land og okkur þylcir
vænna um það en nokkuð annað land á jörðunni ... En okkur þykir
vænst um íslensku þjóðina ...70
Erfitt er að skilgreina rómantísku stefnuna og hvað eru beinlín-
is áhrif, sem kenna má við sérstaka rómantíska stefnu, eða geta
fremur lcallazt „rómantísk" í víðum skilningi. En að svo milclu
leyti sem um áhrif rómantísku stefnunnar á sagnaritun íslend-
inga á fyrstu áratugum 20. aldar er að ræða, má fullyrða, að
Grundtvig og danskir lýðháskólamenn hafi átt milcinn þátt í að
miðla þeim til landsmanna og að þau birtist hérlendis í hinni til-
finningaþrungnu sagnaritun á fyrstu áratugum 20. aldar.
Eins og Loftur Guttormsson hefur bent á, koma hin breyttu
þjóðernissinnuðu viðhorf, svo og áherzlan á mikilvægi ættjarðar-
ástar, skýrt frarn í því, að móðurmál varð meiri háttar kennslu-
grein og áherzlur í kennslu, sem með einhverjum hætti varða móð-
urmál, breyttust. Sést þetta gerla, ef borin eru saman tvö rit, sem
fengu mikla útbreiðslu, Lestraibók handa alþýðu, Alþýðubókin,
eftir Þórarin Böðvarsson frá 1874 og Lesbók handa böinum og ung-
lingum (1907-10), sem Guðmundur Finnbogason, Jóhannes Sigfús-
son og Þórhallur Bjarnarson tóku saman.71 í Alþýðubókinni eru
upplýsingaráhrifin afar sterk, jafnframt því sem þjóðrækni gætir
talsvert. í Lesbók handa böinum og unglingum má vissulega
greina skýr upplýsingaráhrif, en sérstök áherzla er lögð á hið þjóð-
lega. Kemur hún m.a. fram í birtingu margra ættjarðarljóða. Er
þetta ljóslega einn angi af þjóðernissinnuðum viðhorfum, sem
fléttast saman við rækt við móðurmálið. Má hér greina ákveðin
áhrif lýðháskólahreyfingarinnar.
Á þessu tímabili, sem og í tíð næstu kynslóða á undan, flétt-
uðust þjóðernistilfinning og framfarahyggja mjög saman, eins og
áður var getið. Þessi samþætting viðhorfa á sér rætur í upplýs-
ingunni, og breyttist hlærinn ekki ýkja mikið á tveimur fyrstu
70 Bogi Th. Melsteð. Stutt kenslubók í íslendinga sögu handa byrjendum,
bls. 1.
71 Loftur Guttormsson: Frá kristindómslestri til móðurmáls.
88