Ritmennt - 01.01.2004, Síða 93
RITMENNT
ÁHRIF HUGMYNDAFRÆÐI GRUNDTVIGS Á ÍSLENDINGA
áratugum 20. aldar. Þó ber hér að líta á bætta afkomu þjóðarinn-
ar á fyrsta áratugi aldarinnar, sem ýtti undir viðhorf af þessu
tagi. Koma þau oft fram, þegar Islendingar litu um öxl um alda-
mótin 1900 og á fyrstu áratugum 20. aldar og mátu, hvaða breyt-
ingar höfðu orðið í tíð síðustu kynslóða. Slík viðhorf birtast m.a.
í lokaköflum kennsluhóka eftir Boga Th. Melsteð,72 }ón J. Aðils
og Jónas Jónsson frá Hriflu,73 sem lilutu mikla útbreiðslu.
Loltalrafli Jóns ber einmitt heitið „Framsóltn (1875—1915)".74
Einnig eru viðhorf af þessu tagi greinileg á mörgum stöðum, þeg-
ar fjallað er um önnur tímabil eða íslandssöguna í lieild. Taka
má dæmi úr áðurnefndri lcennslubólc Boga Tlr. Melsteðs:
Eptir miðja 18. öld fer saga vor aptur ofurlítið að frílcka. Einstaka íslend-
ingar, sem lcoma til annara landa, talca eptir því að landar þeirra eru
orðnir eptirbátar annara þjóða. Þeir finna sáran til þess. Hjá þeim valcn-
ar ættjarðarást og sú hugsjón, að hrinda þjóðinni áfrarn. Þeir fara að berj-
ast fyrir framförum landsins og reyna að vekja þjóðina af svefni. Smátt
og smátt valcna fleiri. Hugir þessara manna snúast að álcveðnu tak-
marki. Þeir eignast fagurt lífsstarf, hugsjón, að berjast fyrir, og verlc
þeirra og saga gjörir sögu þjóðarinnar fegurri en áður.75
Það var mjög sterlcur þáttur í hugmyndafræði dönslcu lýðliá-
skólalrreyfingarinnar, að lögð var álierzla á að vinna að framför-
um í þjóðlegum anda. Kunna þessi viðlrorf að lrafa lraft nolclcur
áhrif á þjóðernisviðlrorf nreðal íslendinga, nr.a. í ungnrennafé-
lagslrreyfingunni.
Álrerzla á nrilcilvægi einstalclingsfrelsis og þjóðfrelsis birtist
greinilega unr nriðja 19. öld og næstu áratugi þar á eftir, nr.a. í
skrifum Jóns Sigurðssonar og Þorlcels Bjarnasonar. Þessi álrerzla
heldur áfram í slcrifum landsmanna á tveimur fyrstu áratugunr
20. aldar. Hér eru greixrileg tengsl við frjálslyirdisstefnu 19. ald-
ar. En framsetning efnis í þessum airda er með tilfiiririirgalegri
hætti en áður. Þetta lcemur m.a. fram í íslmzku þjóðemi eftir
72 Bogi Th. Melsteð. Stutt kenslubók í íslendinga sögu handa byijendum,
bls. 113-14.
73 Jónas Jónsson. íslandssaga handa böinum. Síðara hefti, bls. 108-09.
74 Jón J. Aðils. íslandssaga, bls. 367-81.
75 Bogi Th. Melsteð. Stutt kenslubók í íslendinga sögu handa byrjendum,
bls. 42.
89