Ritmennt - 01.01.2004, Síða 94
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
Jón J. Aðils. Hann kallar frelsið „eitt af dýrustu hnossum mann-
kynsins".76 Líldegt má teija, að hér sé um að ræða tengsl við
áherzlur og framsetningarhefð sagnfræðinga, sem tengdust
dönsku lýðháskólahreyfingunni.
Niðurlag
Þegar á heildina er litið, hijóta áhrif hugmyndafræði Grundtvigs
- bein áhrif Grundtvigs og áhrif lýðháskólahrcyfingarinnar
dönsku og norsku - á íslendinga að teijast býsna mikilvæg. Þess-
ara áhrifa hefur gætt að ákveðnu marki til þessa dags, en mest
voru þau á þremur fyrstu áratugum 20. aidar.
Ekki er sýnilegt, að trúmálakenningar Grundtvigs hafi komið
mikið til umræðu meðal íslendinga eða að þær hafi haft mikil
áhrif, þótt landsmenn hafi verið þeim vel kunnugir. Hins vegar
voru áhrifin mjög þýðingarmikil á ýmsum öðrum sviðum.
Danslca lýðháskólahreyfingin, sem mótaðist mjög af kenning-
um Grundtvigs, hafði mikil áhrif meðal íslendinga, bæði hvað
það snertir, að stofnaðir voru skólar, sem beinlínis höfðu lýðhá-
skólana dönsku að fyrirmynd, og hvað varðar starf annarra skóla,
svo sem bændaskóla, héraðsskóla og húsmæðraskóla, sem voru
undir áhrifum frá lýðháskólahreyfingunni.
Ungmennafélagshreyfingin íslenzlta ber sterlct svipmót, bæði
hvað varðar lög og stefnumál, sem ekki voru bundin í lög, af
norslcu ungmennafélagshreyfingunni, sem fyrir sitt leyti var
undir sterkum áhrifum frá Grundtvig, auk þess sem beinna
áhrifa frá dönsku lýðháskólahreyfingunni gætti í íslenzku ung-
mennaf élagshreyf ingunni.
Grundtvig og danska lýðháskólahreyfingin höfðu á ýmsa lund
áhrif á söguskoðun og þjóðernishyggju íslendinga. Má þar nefna til-
finningaþrungna tjáningu og áherzlu á ættjarðarást í ritum um sögu
íslands, svo og tilkomu móðurmálskennslu með þjóðernissinnuð-
um blæ. Menn, sem höfðu sótt margt til hugmyndafræði dönsku
lýðháskólahreyfingarinnar, svo sem Bogi Th. Melsteð og Jón J. Að-
ils, höfðu mikil áhrif í þessum efnum. Talsverð áherzlubreyting
varð í umrædda átt um og upp úr aldamótunum 1900.
76 Jón J. Aðils. íslenzkt þjóðerni, bls. 56.
90