Ritmennt - 01.01.2004, Síða 100
BJARNI BJARNASON
RITMENNT
En vindar hafa borið margt visnað skógarblað
um veginn, sem við gengum.
Því meðan hjörtun sofa býst sorgin heiman að,
og sorgin gleymir engum.
Og seinna vissi ég betur, að birtan hverfur ótt,
og brosin deyja á vörum.
Því seinna hef ég vakað við sæng hans marga nótt.
Þeir sögðu hann vera á förum.
Þá talaði hann oft um hið undarlega blóm,
sem yxi í draumi sínum.
Og orð, sem gáfu tungu hans töfrabjartan róm,
urðu tár í augum mínum.
Svo tóku þeir úr örmum mér hinn unga, fagra svein,
og eftir var ég skilin.
Við sængina hans auða ég síðan vaki ein,
unz sólin roðar þilin.
En, systur mínar, gangið þið stillt um húsið hans,
sem hjarta mitt saknar.
Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns,
og ég dey, ef hann vaknar.
Ljóðið breiðir úr sér jafn skínandi bert og íslenskt landslag á
björtum vordegi, og lesandinn veit eklci fyrri til en hann hefur
lært það utanbókar. En þegar hann hefur farið með það æ ofan í
æ í huganum fara sífellt fleiri klettar að opnast, vatnsgufur að
stíga tregafulla dansa. Ljóðið byrjar að fara með lesandann sem
spyr: Hver eruð þér, smámey, sem virðist of nálæg til að vera
bara hvaða yngismær sem er? Og hver eruð þér, ungi sveinn, sem
ég sé of skýrt fyrir mér til að trúa að sért einungis óljós yngis-
herra allra tíma. Prufum að líta á ljóðið sem lýsingu á samband-
inu milli höfundar og verks hans. Stúlkan mælir:
Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til
96
Þessi setning bendir til þess að við þurfum ekki að taka smá-
meyna of bókstaflega, kannski er þetta elcki raunveruleg smá-
mey, heldur eitthvert uppljómað hugarfóstur sem lítur á sig sem