Ritmennt - 01.01.2004, Page 101
RITMENNT
PERSÓNULEG TÚLKUN Á ÞJÓÐVÍSU
smámey og hyggst verða til. Og verður til, raunverulegri en mörg
konan hérna í holdvistinni. En fæðingin gengur ekki þrautalaust
þótt leiðin sé ljúf til að byrja með:
Og sumarnætur margar ég svaf á armi hans.
Ég var sælust allra í bænum.
Kannski var hún svona sæl því armurinn sem hún svaf á var að
skrifa hana niður, höfundurinn innblásinn af þokkafullu verkinu.
En einmitt á sömu stundu og hann setur það á blað er hann að láta
það frá sér. Skáldveran fýlcur burt með laufmjúkum blaðsíðunum:
En vindar hafa borið margt visnað skógarblað
um veginn, sem við gengum.
Því meðan hjörtun sofa býst sorgin heiman að,
og sorgin gleymir engum.
Hjörtu höfundarins og skáldverunnar sváfu saman þar til verkið
varð fært í blóðsvart letur, og um leið býst sorgin að heiman.
Skilnaðarferlið hefst milli höfundar og verks, sem er sárt fyrir
verkið, ef það er jafn lifandi og í þessu tilfelli:
Því seinna hef ég vakað við sæng hans marga nótt.
Þeir sögðu hann vera á förum.
Hér fer að hilla undir endinn, bæði á sambandi verks og höfund-
ar og á verkinu sjálfu, sem verður líklega best í lokin ef marka
má orðin:
Þá talaði hann oft um hið undarlega blóm,
sem yxi í draumi sínum.
Og orð, sem gáfu tungu hans töfrabjartan róm,
urðu tár í augum mínum.
Svo er settur punktur eins og lokasteinn í vörðu á bjargbrún, og
skáldveran hefur endanlega verið læst inni í verkinu eins og fiðr-
ildi milli lófa himins og jarðar. Miskunnarlaust lögmál slcáld-
skaparins hrifsar burt stóru ást skáldverunnar, höfundinn:
97