Ritmennt - 01.01.2004, Page 102
BJARNI BJARNASON
RITMENNT
Svo tóku þeir úr örmum mér hinn unga, fagra svein,
og eftir var ég skilin.
Við sængina hans auða ég síðan vaki ein,
unz sólin roðar þilin.
Sængin auða sem hún vakir við er eins og auðar síður þar sem
aldrei framar veróur fest orð sem lengja myndi samband skáld-
verunnar og höfundarins. Þrátt fyrir martraðarkenndan sársauk-
ann tekst skáldverunni að sættast við þau örlög sín að vera læst
inni á milli bókarspjaldanna það sem eftir er. En hún biður fólk
þó að ganga vel um híbýli hennar, bókina:
En, systur mínar, gangið þið stillt um húsið hans,
sem hjarta mitt saknar.
Þarna eru systurnar kannski konur sem lesa verlcið og lifa sig
inn í hlutskipti skáldverunnar svo að hún lifnar aftur, en húsið
er sjálf bókin.
Ég er dularfulla blómið í draumi hins unga manns,
og ég dey, ef hann vaknar.
í þessum óhugnfögru lokaorðum liggur skilningur skáldverunn-
ar á því að skilnaðurinn við höfundinn er endanlegur. Þau geta
ekki nálgast framar án þess að deyða hvort annað. Slcáldveran
hefur ákveðið að halda sig milli bókarspjaldanna því að ef hún
risi upp úr bókinni þá væri það sál rithöfundarins sem risi upp
að hluta, og þar sem sálir geta ekki verið á tveimur stöðum í
einu myndi það kosta höfundinn lífið.
Hluti af sál og kærleika höfundarins hefur sætt sig við eilífa
gefandi nálægð við lesandann án þess að sleppa nokkurn tíma
burt. Þetta er lán fyrir olckur sem viljum nálgast sál Tómasar
Guðmundssonar, en við skulum ganga stillt um húsið.
98