Ritmennt - 01.01.2004, Side 107
RITMENNT
BEITT SÁ HAFÐI BJÖRTUM ANDANS VIGRI
Mikilsvirti samlandi og samnafni!
Eg þakka yður innilega fyrir yðar góðu tilskrif nú
fyrir nokkrum tíma meðtekið. Þær fréttir sem
markverðar eru héðan úr sýslu skrifar faðir yðar.
Enginn nafnkenndur hefir dáið hér. En nú er að
geisa þung mislingasótt hér og víðar; mitt heila
heimili hefir verið veikt af henni og naumast get
eg skrifað þenna miða vegna óstyrks.
Alþingistíðindin hef eg nákvæmlega lesið
oftar en einu sinni og líkar mér vel. Þykir mér
yður og nokkrum öðrum hafa vel talast, sér í
lagi í verslunarmálinu og skólamálinu, jafnvel
þó í því síðara væri nokkuð eftir skilið af bæna-
slcráar innihaldi yðar erlendis. - Þanka mína
skal eg síðar, ef Guð lætur mig lifa, láta yður
heyra við samfundi um eitt og annað; þar á
meðal um hreppstjóranna laun, sem eg held auð-
veldara að útvega en sumurn virtist. - Bágt er að
fá bændur til að hafa fundi með sér, enda eru þá
fáir sem hafa greind á að tala, máske að þenkja,
nema einstöku menn. Auk Guðmundar á
Mýrum hef eg getað fengið einn eða tvo til að
lesa Alþingistíðindin. En eg hef þó verið að
hvetja bændur til þess, til að vekja líf og eftir-
þanlca hjá þeim. - Rétt finnst mér að þér hafið
talað um kóngsfulltrúann og forsetann etc. í
Félagsritunum áhrærandi Alþing, og fann eg það
strax. Lítið gagn þótti mér leiða af bænda- eða
ómenntuðu fulltrúunum og þeirra tali. Þess var
líka elcki von af lítt fróðum mönnum og ókunn-
um öllum stjórnarreglum og formi, bæði fyrri og
seinna hér á landi. Þeir voru að minni hyggju
sem klumsa lamb er ekki getur jarmað, og mun
nú of mikið sagt?
Bréfinu lýkur síra Jón með þeim orðurn að
hann sé nafna sínum til „þénustu reiðubú-
inn". Jón Sigurðsson lrefur vafalítið lrvatt
síra Jón til að örva menn í kringum sig til
þátttöku í þjóðnrálabaráttunni, og prestur
hefur greinilega brugðist vel við kallinu.6 í
síðara bréfinu til Jóns forseta, sem dagsett er
13. ágúst 1847, segist síra Jón bíða með
„löngun og augum og eyrum eftir að sjá og
heyra Alþingistíðindin og allt hvað þar hefir
fram farið."
Á hinn bóginn hefur Jón forseti einnig
viljað hafa annars konar gagn af presti. í
bréfunum ltenrur fram að síra Jón hefur
lofað nafna sínum, sem á þessum tíma var
skjalaritari Hins lconunglega norræna forn-
fræðafélags, að gera staðalýsingu, sem og að
grennslast fyrir um hjátrú og galdra meðal
fóllcs þar í sveitum. Eimrig hefur síra Jón
lofað að gera lýsingu á nolclcrum forn-
menjum á Ingjaldssandi.7 í bréfinu frá 1846
segir:
Um staðalýsingu og fleira sem Fornfræðafélagið
æslcir slcal eg leitast við að uppgötva eitthvað
smálegt og láta í ljósi við tælcifæri. En um eina
og aðra hjátrú, galdra og átrúnað er bágt að fá
vitneslcju, því fóllc heldur því heimuglegu, enda
er mjög lítið af því hér í mínum sólcnum. Þess
má hér geta að jagt Einars í Ögri lcantraði [þ.e.
hvolfdi] í fyrra og fórust þar fjórir menn, en tveir
náðust lifandi. Þetta slceði á Súgandafirði. í ár
eða sumar hefir þessi jagt elclci fiskað eða aflað,
og tveir menn eru gengnir af henni hálfvitlausir
og hinir sumir illa haldnir. Eigna menn þetta
reimleilc, og þylcir undarlegt.8
Bréfið frá 1847 hefst með þessum hætti:
Háttvirti landi og nafni!
Með þalcklæti fyrir góða og alúðlega viðlcynn-
ingu fyrri og síðar skrifa eg yður þessar línur sem
6 Sbr. Lúðvík Kristjánsson, Vestlendingar II, 125.
7 Lýsing sú er prentuð aftan við sóknalýsingu síra
Jóns í Sóknalýsingum Vestfjarða II, 94-96. Hann
hefur lokið við hana í júlí 1847.
8 í Annál nítjándu aldar II við árið 1845 segir: „Um
sumarið kastaðist fiskiskúta um, er beita skyldi inn
á höfn á Súgandafirði. Sökk hún á sama vetfangi og
varð einungis tveimur skipverjum bjargað. Eig-
endur skútunnar náðu henni þó upp aftur með mik-
illi fyrirhöfn og atorku" (219).
103