Ritmennt - 01.01.2004, Page 111
RITMENNT
BEITT SÁ HAFÐI BJÖRTUM ANDANS VIGRI
sér hvers kyns efni, prentuðu sem í hand-
ritum, er varðaði sögu íslands og Islendinga;
það kemur víða fram í bréfaskiptum hans
við landa sína og ennfremur í boðsbréfum
Bókmenntafélagsins. Meðal þess sem Jón
lagði áherslu á voru einmitt ættartölur og
ævisögur. Það er því í fyllsta samræmi við
þessa stefnu Jóns að Sighvatur gerði honum
þann greiða að senda honum æviágrip og
ættartöflur síra Jóns.23
Eftir fráfall Jóns forseta 1879 keypti
Landsbókasafn íslands handrita- og bóka-
safn hans.24 Þar á meðal var síðari uppskrift
Sighvats Grímssonar á æviágripi síra Jóns í
JS-safninu. Sighvatur hefur því átt þess ltost
að lcomast aftur í tæri við eintak það sem
hann gerði fyrir síra Jón. En óþarfi er að gera
ráð fyrir því. Af orðum hans í Prestaævum
að dæma hefur hann stuðst við fyrra hrein-
ritið sem hann gerði af æviágripinu þegar
hann setti saman kaflann um síra Jón; „...
og hef eg fylgt hér að mörgu frumriti því er
eg tók þá fyrst eftir eigin orðum síra Jóns"
(sjá Viðauka I a).
í dagbók sinni greinir Sighvatur Grímsson
ennfremur frá andláti síra Jóns á öðrum degi
jóla, en honum hefur ekki borist fregnin fyrr
en tveimur dögum síðar: „Fréttist lát síra Jóns
Sigurðssonar á Hafnarhólmi, sem dó að
morgni þess 26. þ.m."25 Daginn eftir (þann
29.) er Sighvatur kominn að Hafnarhólmi
asamt fleirum til að kistuleggja síra Jón. Á
öðrum degi hins nýja árs, 1871, er Sighvatur
enn kominn að Hafnarhólmi, nú til að vera
við jarðsetningu síra Jóns við Kaldrana-
neskirkju. 5. janúar skrifar hann: „Norðan og
vestan hægð, bjartur og góðviðri en frost. -
Við tókum gröfina. Svo var jarðað síra Jón og
barnið frá Hafnarhólmi. Svo fór eg og allir lík-
mennirnir hver heim til sín. Eg orti eftir síra
Jón sáluga."26
Um útgáfuna
Stafsetning Sighvats er hér með öllu sam-
ræmd til þeirrar sem nú tíðkast. Sumstaðar
rýfur Sighvatur frásögnina með skýringar-
greinum og eru þær færðar neðan máls.
Svigagreinar þeirra Jóns eru hins vegar
prentaðar þar sem þær koma fyrir. Athuga-
semdir útgefanda eru innan hornklofa.
Tvær ættartöflur eftir Sighvat, - annarri er
skotið inn í miðja frásögn, hin fer á eftir
æviágripinu, - eru ekki prentaðar.
í Prestaævum Sighvats Grímssonar Borg-
firðings er einnig í alllöngu máli rakinn
æviferill síra Jóns.27 Æviágripið hefur Sig-
hvatur haft „til hliðsjónar", eins og hann
nefnir sjálfur (bls. 227; kallar það raunar
„sjálfsævisögu"), enda má víða sjá þess
merki í orðalagi. í kaflanum um síra Jón í
Prestaævum er þó stundum sagt nokkuð
fyllra frá honum. Þeirra atriða úr Presta-
ævum er bæta einhverju efnislega við ágrip-
ið er jafnóðum getið neðan máls (sjá einnig
Viðauka I a).
23 Þess má til dæmis geta að með bréfi 5. júlí 1869 (ÞÍ.
Einkaskjalasafn. E. 10, nr. 12; prentað í Ársriti
Sögufélags ísfirðinga (1960), 112-14; þar er bréfið
ranglega dagsett 3. júlí) sendi Sighvatur Jóni forseta
rnargar skræður og 52 bréf. - Afrakstur söfnunar
Jóns eru söfnin í JS (handritasafn hans sjálfs), ÍB og
IBR í Landsbókasafni.
24 Sjá Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins III
(síðara hefti), vi.
25 Tilv. rit, bls. 253.
26 Tilv. rit, bls. 255.
27 Sighvatur Grímsson Borgfirðingur: Prestaævir. -
Lbs 2368 4to, bls. 211-27.
107