Ritmennt - 01.01.2004, Page 111

Ritmennt - 01.01.2004, Page 111
RITMENNT BEITT SÁ HAFÐI BJÖRTUM ANDANS VIGRI sér hvers kyns efni, prentuðu sem í hand- ritum, er varðaði sögu íslands og Islendinga; það kemur víða fram í bréfaskiptum hans við landa sína og ennfremur í boðsbréfum Bókmenntafélagsins. Meðal þess sem Jón lagði áherslu á voru einmitt ættartölur og ævisögur. Það er því í fyllsta samræmi við þessa stefnu Jóns að Sighvatur gerði honum þann greiða að senda honum æviágrip og ættartöflur síra Jóns.23 Eftir fráfall Jóns forseta 1879 keypti Landsbókasafn íslands handrita- og bóka- safn hans.24 Þar á meðal var síðari uppskrift Sighvats Grímssonar á æviágripi síra Jóns í JS-safninu. Sighvatur hefur því átt þess ltost að lcomast aftur í tæri við eintak það sem hann gerði fyrir síra Jón. En óþarfi er að gera ráð fyrir því. Af orðum hans í Prestaævum að dæma hefur hann stuðst við fyrra hrein- ritið sem hann gerði af æviágripinu þegar hann setti saman kaflann um síra Jón; „... og hef eg fylgt hér að mörgu frumriti því er eg tók þá fyrst eftir eigin orðum síra Jóns" (sjá Viðauka I a). í dagbók sinni greinir Sighvatur Grímsson ennfremur frá andláti síra Jóns á öðrum degi jóla, en honum hefur ekki borist fregnin fyrr en tveimur dögum síðar: „Fréttist lát síra Jóns Sigurðssonar á Hafnarhólmi, sem dó að morgni þess 26. þ.m."25 Daginn eftir (þann 29.) er Sighvatur kominn að Hafnarhólmi asamt fleirum til að kistuleggja síra Jón. Á öðrum degi hins nýja árs, 1871, er Sighvatur enn kominn að Hafnarhólmi, nú til að vera við jarðsetningu síra Jóns við Kaldrana- neskirkju. 5. janúar skrifar hann: „Norðan og vestan hægð, bjartur og góðviðri en frost. - Við tókum gröfina. Svo var jarðað síra Jón og barnið frá Hafnarhólmi. Svo fór eg og allir lík- mennirnir hver heim til sín. Eg orti eftir síra Jón sáluga."26 Um útgáfuna Stafsetning Sighvats er hér með öllu sam- ræmd til þeirrar sem nú tíðkast. Sumstaðar rýfur Sighvatur frásögnina með skýringar- greinum og eru þær færðar neðan máls. Svigagreinar þeirra Jóns eru hins vegar prentaðar þar sem þær koma fyrir. Athuga- semdir útgefanda eru innan hornklofa. Tvær ættartöflur eftir Sighvat, - annarri er skotið inn í miðja frásögn, hin fer á eftir æviágripinu, - eru ekki prentaðar. í Prestaævum Sighvats Grímssonar Borg- firðings er einnig í alllöngu máli rakinn æviferill síra Jóns.27 Æviágripið hefur Sig- hvatur haft „til hliðsjónar", eins og hann nefnir sjálfur (bls. 227; kallar það raunar „sjálfsævisögu"), enda má víða sjá þess merki í orðalagi. í kaflanum um síra Jón í Prestaævum er þó stundum sagt nokkuð fyllra frá honum. Þeirra atriða úr Presta- ævum er bæta einhverju efnislega við ágrip- ið er jafnóðum getið neðan máls (sjá einnig Viðauka I a). 23 Þess má til dæmis geta að með bréfi 5. júlí 1869 (ÞÍ. Einkaskjalasafn. E. 10, nr. 12; prentað í Ársriti Sögufélags ísfirðinga (1960), 112-14; þar er bréfið ranglega dagsett 3. júlí) sendi Sighvatur Jóni forseta rnargar skræður og 52 bréf. - Afrakstur söfnunar Jóns eru söfnin í JS (handritasafn hans sjálfs), ÍB og IBR í Landsbókasafni. 24 Sjá Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins III (síðara hefti), vi. 25 Tilv. rit, bls. 253. 26 Tilv. rit, bls. 255. 27 Sighvatur Grímsson Borgfirðingur: Prestaævir. - Lbs 2368 4to, bls. 211-27. 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.