Ritmennt - 01.01.2004, Qupperneq 117
RITMENNT
BEITT SÁ HAFÐI BJÖRTUM ANDANS VIGRI
Bessastaðastofa og Bessastaða-
lcirkja árið 1834. „... ég var
settur ofarlega í neðri bekk, því
ég lét öngan kompónera fyrir
mig". Bessastaðaskóli tók við af
Hólavallarskóla árið 1805. Jón
varð stúdent þaðan fjórum
árum síðar með glæsilegum
vitnisburði.
John Barrow. A Visit to Iceland. London 1835.
Noklcrir af piltum sem voru þá á sama
reki létu aðra kompónera fyrir sig, og voru
þeir settir hærra en verðleilcar voru til. En
ég var settur ofarlega í neðri bekk, því ég lét
öngan kompónera fyrir mig, og sátum við
þar lengi saman Gunnlaugur Oddsson (síðar
dómkirkjuprestur), og var ég oftast fyrir
ofan hann.44 Þar var ég í þeim bekk tvo
vetur, og heyrðu allir skólapiltar á fyrir-
lestra Steingríms í guðfræði. Að þeim tveim
vetrum liðnum, um haustið 1807, var ég
settur ofarlega í efri bekk, og þar var ég enn
tvo vetur.
Árið 1808 kom ég ekki suður fyrr en með
jólaföstu, því ég var öll mín skólaár á surnr-
in vestur á Hvítanesi. Átti þá skólinn að
stansa vegna peningaeklu, því enskir rændu
þá Jarðabókarsjóðinn.45 En fyrir eftirgangs-
muni Jóns Austmanns (seinna prestur í
Vestmannaeyjum, 1827) við ísleif Einarsson
á Brekku, sem þá var í stiftamtmanns stað,
félclest Bjarni Halldórsson bóndi í Sviðholti
til að standa fyrir forsorgun [þ.e. framfærslu]
slcólapilta um veturinn, og voru þeir þá 16,
livaraf 12 dimitteruðust um vorið, 1809, og
var ég einn af þeim, og þá efstur.46 En þá
undanfarna vetur tvo hina síðustu sátum
við saman, Jón, sonur Hannesar bislcups, og
vorum við slcyldir, þó ég rnuni elclci lrversu
nálcomið það var.47
44 Gunnlaugur Oddsson (1786-1835) vígðist til dóm-
kirkjuprests 1827.
45 Hér vísar sira Jón til Gilpinsránsins svokallaða. í
júlí 1808 kom breslct sjóvíkingaslcip til Reylcja-
víkur, undir forystu ensks manns, Thomasar
Gilpins. Hafði hann á brott með sér fjárhirslu lands-
ins, Jarðabókarsjóð, en í honurn voru urn 36 þúsund
ríkisdalir; sjóðurinn var varðveittur í járnbentri
kistu. Bretar skiluðu sjóðnum fjórum árum síðar.
Um Gilpinsránið sjá: Anna Agnarsdóttir, „Gilpins-
ránið 1808." Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu
þess, 4 (1991), 61-77.
46 Jón Austmann (Jónsson) (1787-1858) varð stúdent
ásamt síra Jóni 1809; vígðist prestur 1812, féklc
Ofanleiti í Vestmannaeyjum 1827 og hélt til ævi-
loka. ísleifur Einarsson (1765-1836), yfirdómari og
síðar dómstjóri, á Breklcu á Álftanesi var í stiftamt-
manns stað fyrir Trampe 1807-09. Bjarni Halldórs-
son (1755-1828), bóndi í Sviðholti, var ráðsmaður
Bessastaðaslcóla um tíma til 1809. Hann var vel
efnum búinn.
47 Hér slcýtur Sighvatur inn skýringargrein þar sem
113