Ritmennt - 01.01.2004, Síða 120
ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON
RITMENNT
Ljósmynd: Þórður Ingi Guðjónsson.
Eyri í Seyðisfirði. Jón Sigurðsson bjó þar tvisvar um ævina. Hann flutti þangað átta ára gamall ásamt móður sinni;
bjuggu þau þar í þrjú ár hjá móðurömmu Jóns, Guðbjörgu Þorláksdóttur ljósmóður. Vorið 1814 fluttist Jón að Eyri
í annað sinn, nú ásamt konu sinni, Þórdísi Þórðardóttur, og syni þeirra á öðru ári, Sigurði eldra, og bjó þar í önnur
þrjú ár. A Eyri fæddist þeim hjónum dóttirin Guðbjörg. - Kirkjan sem nú stendur á Eyri var reist 1866.
Busch og Paus í neðsta kaupstaðnum, en
faktorinn hét Orm.54 Fyrsta veturinn sem ég
var á ísafirði var mér fenginn piltur til
kennslu,- átti hann að læra slcrift, dönsku og
reikning. Var það Friðrik, sonur Olafs bónda
á Hafrafelli, Þorbergssonar. Árið eftir tók ég
þrjá pilta til kennslu. Voru það þeir Magnús
Þórðarson, bróðir konu minnar, Jón Björns-
son frá Tröllatungu og Magnús Hjaltason
prests Þorbergssonar.55 Voru þeir allir hjá
mér sex ár, ásamt fleirum sem ég kenndi.
Árið 1823 varð höndlanin gjaldþrota. Þá
var ég um veturinn á Isafirði forþénustu-
laus, þar til um vorið 1824. Bauðst mér þá
kapeláns þjónusta í Otrardal hjá síra Einari
Thorlacius Þórðarsyni, og fór ég þá suður á
sumarmálum, sama árið, fótgangandi og
hafði þá með mér Magnús Þórðarson og Jón
Björnsson. En ég fékk þá ekki yfirheyrða og
því síður dimitteraóa, þar til síra Páll
Hjálmarsson dimitteraði þá ári seinna á
Stað á Reykjanesi, og urðu þeir seinna báðir
54 Hcnrik Christian Paus og Jens Lassen Busch keyptu
verslunina í Neðstakaupstað á ísafirði árið 1794 og
ráku hana saman allt til ársins 1818. Þá seldi Busch
félaga sínum sinn hlut í versluninni. Paus gat þó
ekki staðið í skilum með kaupverðið, og árið 1823
komust eignirnar á ísafirði í hendur ekkju Busch.
Hún seldi þær svo árið 1824 stórkaupmanni í Höfn.
(Sjá Jón Þ. Þór, Saga ísafjarðai og Eyrarhrepps hins
forna I, 91; um kaupmanninn J.L. Busch sjá einnig:
Kjartan Ólafsson, Firðir og fólk 900-1900, 142-43.)
- Carl Orm varð faktor verslunar Busch og Paus
árið 1811.
55 Friðrik Ólafsson (13 ára) og móðir hans, Ragnhildur
Jónsdóttir ekkja, eru skráð til heimilis að Hafrafelli
í sóknarmannatali Eyrarsóknar 1816. Þá eru þar
húsbændur Tyrfingur Pétursson og Ingibjörg Jóns-
dóttir; heimilisfólkið er alls 10 manns. Faðir Frið-
riks var Ólafur Þorbergsson prests á Eyri í Skutuls-
firði Einarssonar; Ólafur drukknaði 1808. - Magnús
Þórðarson (1801-60) vfgðist 1829 aðstoðarprestur
föður síns, tók við Ögurþingum 1837, fékk Rafns-
eyri 1859. Jón Björnsson (1796-1838) var sonur síra
Björns Hjálmarssonar í Tröllatungu; vígðist 1827
aðstoðarprestur föður síns og hélt því starfi til
æviloka. Síra Hjalti Þorbergsson (1759-1840) var
fyrst prestur á Eyri í Skutulsfirði (1785), þá á Stað í
Grunnavík (1794), en síðast í Kirkjubólsþingum t
Langadal (frá 1814). Sonur hans Magnús (1794-
1860) varð verslunarmaður í ísafjarðarkaupstað og
116